Slide background

iKort er með lausnina fyrir þig

- Ekkert greiðslumat

- Enginn bankareikningur

- Alþjóðlegt Mastercard greiðslukort

Slide background

iKort er með lausnina fyrir þig

- Aukið öryggi í netverslun

- Launin beint inn á kortið

- Íslendingar erlendis

Sjálfstæði í fjármálum

    • Þú þarft ekki að vera með bankareikning.
    • Þú einn hefur aðgang að reikningi þínum.
    • Veldu persónugert  eða ópersónugert iKort.
    • Tekur aðeins 5 mínútur að sækja um.

Ný lög

Skv. nýjum lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem tóku gildi þann 1. janúar síðastliðinn má ekki gefa út kort án þess að korthafi sé skráður á bakvið kortið og hafi lagt fram gild skilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini) sem sannar hver hann er.

Þau kort sem eru nú þegar í umferð og hafa einungis verið virkjuð með SMS og eru óskráð þarf að skrá á nafn sem allra fyrst.

Ef komið er á skrifstofu okkar og lagt inn á óskráð kort þarf að skrá kortið á viðkomandi og eins ef annar aðili en korthafi leggur inn þarf viðkomandi að framvísa persónuskilríkjum.

Eftirlitsskylda hefur einnig verið aukin þannig að ef fjárhæðir hærri en 1.000 evrur berast inn á kort ber okkur að vita hvaðan upphæðin kemur og hver tekur við henni.

Breytingar á viðskiptaskilmálum

Vegna breytinga á lögum Evrópusambandisns um greiðsluþjónustu uppfærum við viðskiptaskilmála okkar. Reglugerðinni er ætlað að tryggja neytendavernd og byggir á tilskipun ESB (PSD2) og mun auka gagnsæi viðskiptaskilmála.

Vinsamlegast athugaðu að breytingin tekur gildi 13. janúar 2018. Viðskiptavinir sem ekki eru ánægðir með þessar breytingar eiga rétt á að segja upp viðskiptasamingum án endurgjalds. Vinsamlegast athugið að gert er ráð fyrir samþykki á þessum breyttu skilmálum ef kortið er notað eftir 13. janúar 2018.

Bensíndælur Costco

Eins og okkar korthafar vita þá hefur hingað til ekki verið hægt að nota iKort á bensíndælu, heldur hefur þurft að fara inn á bensínstöð að borga.
Nú er breyting þar á þar sem að hjá Costco virkar kortið á dælunni. Það sem gerist þó er að inneign á kortinu þarf að vera að lágmarki 15.000 kr því dælan sækir heimild fyrir 15.000 kr sem fara út af kortinu. Þegar færslan er gerð upp (ca 2 dögum síðar) leiðréttist svo upphæðin og staðan á kortinu um leið. Þannig að ef þú dælir bara fyrir 10.000 kr þá færðu 5.000 kr til baka inn á kortið ca 2 dögum síðar.
Við vekjum þó athygli á því að því miður er ekki ennþá hægt að nota iKort á bensíndælum hinna olíufélaganna.

Aukið öryggi í netverslun

PFS hefur í samstarfi við Mastercard ákveðið að auka öryggi í netviðskiptum.

Korthafar okkar geta því lent í því að þurfa að skrá lykilorð þegar verslað er á netinu.

Við mælum með því að iKorthafar skrái kortið sitt með því að smella á meðfylgjandi hlekk. Eftir skráningu gengur færslan fyrr í gegn þegar verslað er á þeim stöðum sem fara fram á lykilorð.

Þú smellir á hlekkinn hér að neðan og smellir á Register Card. Næst slærðu inn kortanúmerið þitt og smellir svo á Activate. Þá þarf að skrá nafn, símanúmer og póstnúmer og að lokum er lykilorð valið. Þetta lykilorð er svo mikilvægt að muna því þegar verslað á netinu gæti verið beðið um það til staðfestingar á kaupunum. Lykilorðið getur verið það sama og á þínum síðum.

Skoða nánar

Vinsamlega hafðu samband við okkur á info@ikort.is ef þú þarft aðstoð eða frekari upplýsingar.

Dæmi um kosti iKorts:

Skipholti 25

9 – 16 Virka daga

572 2000

iKort er gefið út af Prepaid Financial Services Ltd. í Bretlandi skv. leyfi frá MasterCard International Incorporated. Prepaid Financial Services Ltd. eru undir eftirliti og starfa skv. starfsleyfi frá Financial Conduct Authority. Heimilisfang: Fifth Floor, Langham House, 302-308 Regent Steet, London, W1B 3AT. Skráningarnúmer: 554603 Dreifingaraðili á Íslandi er iKort ehf. Skipholti 25, 105 Reykjavík. Kennitala: 610213-0140