Sjálfstæði í fjármálum
- Þú þarft ekki að vera með bankareikning.
- Þú einn hefur aðgang að reikningi þínum.
- Veldu persónugert eða ópersónugert iKort.
- Tekur aðeins 5 mínútur að sækja um.
Breytingar á viðskiptaskilmálum
Vegna breytinga á lögum Evrópusambandisns um greiðsluþjónustu uppfærum við viðskiptaskilmála okkar. Reglugerðinni er ætlað að tryggja neytendavernd og byggir á tilskipun ESB (PSD2) og mun auka gagnsæi viðskiptaskilmála.
Vinsamlegast athugaðu að breytingin tekur gildi 13. janúar 2018. Viðskiptavinir sem ekki eru ánægðir með þessar breytingar eiga rétt á að segja upp viðskiptasamingum án endurgjalds. Vinsamlegast athugið að gert er ráð fyrir samþykki á þessum breyttu skilmálum ef kortið er notað eftir 13. janúar 2018.
Bensíndælur Costco
Eins og okkar korthafar vita þá hefur hingað til ekki verið hægt að nota iKort á bensíndælu, heldur hefur þurft að fara inn á bensínstöð að borga.
Nú er breyting þar á þar sem að hjá Costco virkar kortið á dælunni. Það sem gerist þó er að inneign á kortinu þarf að vera að lágmarki 15.000 kr því dælan sækir heimild fyrir 15.000 kr sem fara út af kortinu. Þegar færslan er gerð upp (ca 2 dögum síðar) leiðréttist svo upphæðin og staðan á kortinu um leið. Þannig að ef þú dælir bara fyrir 10.000 kr þá færðu 5.000 kr til baka inn á kortið ca 2 dögum síðar.
Við vekjum þó athygli á því að því miður er ekki ennþá hægt að nota iKort á bensíndælum hinna olíufélaganna.
Aukið öryggi í netverslun
PFS hefur í samstarfi við Mastercard ákveðið að auka öryggi í netviðskiptum.
Korthafar okkar geta því lent í því að þurfa að skrá lykilorð þegar verslað er á netinu.
Við mælum með því að iKorthafar skrái kortið sitt með því að smella á meðfylgjandi hlekk. Eftir skráningu gengur færslan fyrr í gegn þegar verslað er á þeim stöðum sem fara fram á lykilorð.
Þú smellir á hlekkinn hér að neðan og smellir á Register Card. Næst slærðu inn koratnúmerið þitt og smellir svo á Activate. Þá þarf að skrá nafn, símanúmer og póstnúmer og að lokum er lykilorð valið. Þetta lykilorð er svo mikilvægt að muna því þegar verslað á netinu gæti verið beðið um það til staðfestingar á kaupunum. Lykilorðið getur verið það sama og á þínum síðum.
Vinsamlega hafðu samband við okkur á info@ikort.is ef þú þarft aðstoð eða frekari upplýsingar.