Ef þú finnur ekki svör við spurningum þínum þá vinsamlega hafðu samband við okkur hér.

Hvar get ég fengið iKort?

Þú getur fengið iKort án nafns afgreitt strax á skrifstofu iKorts ehf. í Skipholti 25.  Einnig getur þú sótt um iKort með og án nafns á heimasíðu okkar; www.ikort.is Þú færð iKort með nafni í hendurnar eftir um 10 virka daga.

Hvað kostar iKort?

Báðar tegundir af iKortum, með og án nafns kosta kr. 1.985. Mánaðarlegt gjald fyrir iKort er kr. 725. Hverju iKorti fylgir bæklingur þar sem þú finnur leiðbeiningar um notkun, viðskiptaskilmála og gjaldskrá. Vinsamlega athugið að skoða gjaldskránna vel.

Eru til mismunandi tegundir af iKort?

Þú getur valið um tvær tegundir af iKortum sem ekki eru tengd bankareikningum:

Ópersónugert iKort
Við sendum það til þín í pósti eða þú færð það afthent á skrifstofu okkar í Skipholti 25

Persónugert iKort.
Þú þarft að koma til okkar í Skipholt 25  eða hlaða inn á heimasíðuna www. ikort.is. eftirfarandi gögnum í lit: Afrit af ökuskírteini eða vegbréfi og einnig afrit af reikningi þar sem nafn og heimilisfang þitt kemur fram. Við persónugerum iKortið og þú færð það í hendur eftir um 10 daga.

Hvar næ ég í PIN númerið?

Það að nálgast PIN-númer er auðvelt. Sendið okkur einfaldlega smáskilaboð (SMS) sem tilgreinir bókstafina PIN (bil) síðustu átta stafina í iKorti þínu. Til dæmis ef kortið er númer 529564011234000 þá sendir þú SMS  „PIN 12340000“ í símann xxx xxxx

Um leið og smáskilaboðin hafa borist okkur munum við virkja iKortið og senda smáskilaboð (SMS) með PIN-númerinu þínu. Vinsamlega varðveittu PIN-númerið á tryggan hátt.

Er iKortið venjulegt debet kort eða kredit kort?

iKortið er ekki debetkort eða kreditkort. iKort er endurhlaðanlegt alþjóðlegt rafeyriskort útgefið af fjármálafyrirtæki í Bretlandi. Í hvert skipti sem iKort er notað er andvirði viðskipta dregið frá inneign kortsins. iKort er hlaðið við stofnun og síðar eftir óskum korthafa. Inneign á iKorti er varðveitt á bankareikningi en ekki á kortinu sjálfu. iKorti fylgir ekki yfirdráttur og því verður að hlaða kortið með nægjanlegri inneign áður en það er notað. Þannig er einnig tryggt að þú eyðir ekki meiru en þú átt.

Hvernig get ég notað iKortið?

iKortið er m.a. hægt að nota til að:

  • Greiða starfsmönnum laun og útlagðan kostnað.
  • Stýra útgjöldum vegna ferðakostnaðar, framfærslu, rekstur bifreiðar o.fl.
  • Sem öruggur ferðagjaldeyrir á korti til notkunar erlendis.
  • Deila peningum með vinum og fjölskyldu á aukakortum.
  • Taka á móti greiðslum frá tryggingafélögum og opinberum aðilum.
  • Nota á tryggan hátt við að versla, spila og taka á móti greiðslum á netinu.
  • Versla á netinu allan sólarhringinn alla daga ársins.
  • Fá endurgreiðslu frá yfir 7.000 samstarfsaðilum ef aðsetur er á Stóra Bretlandi.

Í hnotskurn þá getur þú notað iKortið fyrir sjálfan þig og fyrirtæki þitt til að versla á netinu, í símanum og  hjá yfir 32 milljónum verslana og þjónustuaðila um allan heim. Þú getur einnig tekið út peninga í yfir 1,5 milljónum hraðbanka þar sem MasterCard® merkið kemur fram

Hvernig virka inneignarkort?

iKortið er starfrækt innan MasterCard® þjónustunetsins. Inneign á iKorti er hægt að nota á sama hátt og venjuleg kreditkort þ.e.a.s. í verslunum og í hraðbönkum. Allar færslur eru dregnar frá inneign samhliða notkun. iKort má endurhlaða eftir þörfum. Færsluyfirlit má skoða á þínum síðum á vefsíðunni www.ikort.is eða með farsíma.

Hvernig geta korthafar hlaðið iKortið?

  • Af bankareikningi á netinu.
 • Með millifærslu launa.
  • Með peningum á skrifstofu okkar í Skipholti 25.
  • Hjá gjalkderum banka og sparisjóða

Viðskiptavini sem kaupir kort á vefsíðu iKorts ber að lesa og kynna sér viðskiptaskilmála og reglur. Þessir skilmálar og reglur eru samþykktar af útgáfuaðila iKorts.

Geta korthafar fengið upplýsingar um færslur?

Já, verslanir og þjónustuaðilar hafa sérstakan aðgang að upplýsingum í rauntíma um færslur á iKortum sem þeir hafa tekið við. Þessar upplýsingar gera verslunum og þjónustuaðilum kleift að fylgjast með kauphegðun viðskiptavina sinna og aðlaga markaðsaðgerðir á hagkvæman hátt.

Þurfa viðskiptavinir að skrifa undir samning og samþykkja viðskiptaskilmála þegar sótt er um inneignarkort?

Viðskiptavinur sem kaupir iKort telst hafa samþykkt skilmála og reglur þegar hann kallar eftir og virkjar PIN-númerið. Viðskiptavinur sem kaupir kort á vefsíðu iKorts ber að lesa og kynna sér viðskiptaskilmála og reglur. Þessir skilmálar og reglur eru samþykktar af útgáfuaðila iKorts.

Smellið hér til að skoða viðskiptaskilmála.

Hvað þurfa korthafar að gera þegar þeir hafa fengið iKortið?

Þegar iKort er móttekið þarf að árita kortið á bakhlið þess. Árita skal í reitinn „authorised signature“ og virkja svo iKortið í samræmi við leiðbeiningar í bæklingi sem fylgja kortinu. Virkja þarf kortið í gegnum vefsíðuna www.ikort.is áður en hægt er að nota kortið eða hlaða inn á það.

Er hægt að endurhlaða peningum inn á iKortið?

Já hægt er að hlaða inn á iKortið í samræmi við hámarksfjárhæðir sem koma fram í viðskiptaskilmálum í afgreiðslu okkar í Skipholti 25, með millifærslu á vefsíðunni www.ikort.is eða með SMS skilaboðum úr síma.

Hvað líður langur tími þar til hleðsla inn á iKortið verður virk?

Hleðsla með AB gíró innborgun í netbanka fer milliliðalaust alla daga ársins beint á iKortið á opnunartíma Reiknistofu bankanna. Það sama á við um hleðslur í netbanka þegar notuð er aðgerðin: Innborgun á kreditkort.

Aðrar innborganir eru afgreiddar á skrifstofutíma iKorts sem er alla virka daga frá kl. 9  – 16. Ef viðskiptavinur sendir tölvupóst á info@ikort.is sendum við tölvupóst til baka þegar hleðslan er komin á iKortið.

Til frekari upplýsinga smellið hér til að skoða viðskiptaskilmála.

Þarf að nota PIN númer með iKortinu?

Já. Venjulega er PIN-númer (Personal Identification Number) afhent nokkrum dögum eftir að þú færð iKortið í hendur. iKortið má nota í hraðbönkum og hjá söluaðilum um allan heim. iKort og PIN er afhent á aðgreindan hátt af öryggisástæðum.

Eru takmörk fyrir því hve mörg iKort viðskiptavinur getur átt?

Já, það ræðst af samningi við hvern viðskiptamann.

Geta viðksiptavinir skoðað inneign sína?

Korthafar geta skoðað færslur og stöðuna allan sólarhringinn alla daga ársins á „sínum síðum“ á vefsíðunni www.ikort.is og í farsíma með SMS skilaboðum.

Hvar geta viðskiptavinir notað iKortið erlendis?

Korthafar geta notað iKortið til að versla vörur og þjónustu á öllum sölustöðum og hraðbönkum sem merktir eru MasterCard® . Tekið er við MasterCard® kortum á yfir 32 milljónum staða og í yfir 1,5 milljónum hraðbanka um allan heim.

Hvað gerist eftir að gildistími iKortsins er útrunnin?

Öll iKort gilda í 48 mánuði. Að þeim tíma liðnum verða þau óvirk. Viðskiptavinir geta valið hvort þeir fá sjálfvirkra endurnýjun kortsins eða eftirstöðvar inneignar greidda.

Hvað gerist ef iKortið týnist?

Korthafar verða að hafa samband við skrifstofu okkar og óska eftir nýju korti. Glatað kort verður gert óvirkt og nýtt iKort sent í stað þess gamla. Gjald fyrir endurnýjun er í samræmi við gjaldskrá.

Fá viðskiptavinir vexti af inneign á inneignarkortum?

Nei samkvæmt lögum er ekki heimilt að greiða vexti af inneign á rafeyriskortum.

Hvaða gjöld eru tekin fyrir að nota iKortið?

Upplýsingar um öll gjöld koma fram bæklingi sem fylgja iKortinu og í viðskiptaskilmálum á heimasíðu okkar.

Þurfa viðskiptavinir að hafa góða viðskiptasögu í banka til að fá iKort?

Nei viðskiptavinir okkar þurfa ekki að fara í greiðslumat eða lánshæfismat því iKortið er ekki kredikort eða tengt bankareikningum.

Ekki ánægður með þjónustu okkar?

Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að veita viðskiptavinum sem besta þjónustu. Ef þú ert ekki sáttur við þjónustuna viljum við benda á  iKort ehf. sem annast rekstur þjónustuvers og meðferð kvartana í samráði við okkur. Markmið okkar er að bjóða viðskiptavinum  greiðan  aðgang að þjónustuveri okkar til að bregðast við og skoða kvartanir. Við ætlumst til að þjónustuverið svari kvörtun þinni skriflega innan fimm virkra daga. Við gerum allt sem í okkar valdi er til að leysa málið á þessu stigi.Ef þjónustuver okkar getur ekki leyst út kvörtun þinni færum við málið til þjónustustjóra sem mun hafa samband við þig innan 14 virkra daga. Þú getur sent tölvupóst á info@prepaidfinancialservices.com

SMS skipanir

Til að stjórna iKortinu með SMS þá getur þú notað eftirfarandi skilaboð með símanum. Þú sendir skilaboðin í númer: 6112000.

 • Ná í PIN og virkja kortið: Sláið in PIN síðan bil og loks 8 síðustu stafina á kortinu.
  Dæmi: PIN 00123412
 • Millifæra peninga á önnur iKort með því að nota kortanúmer viðtökukortsins. Sláið inn DEILA (Síðustu 4 tölustafi á kortanúmeri þínu) (Kotanúmer viðtökukortsins) (Fjárhæð)  Dæmi: DEILA 1234 00447974171234 1000
 • Skoða inneignina á iKortinu: Ef þú vilt fá uppýsingar um inneign þína á iKortinu þá slærð þu inn: STAÐA (Síðustu 4 tölustafina á kortanúmerinu). Dæmi: STADA 1234
 • Loka iKortinu: sláið inn LOKA (Síðustu 4 tölustafina á kortanúmerinu).
  Dæmi: LOKA 1234
 • Enduropna iKortið: Slái inn OPNA (Síðustu 4 tölustafina á kortanúmerinu).
  Dæmi: OPNA 1234
 • Til að fá Hjálp: Sláið inn HJALP  og þó færð þú sendar upplýsingar um allar SMS skipanir sem þú getur nýtt þér.

Af hverju tekst ekki að hlaða iKortið í heimabanka?

 • Ástæðan gæti verið sú að þú hefur náð árlegri hámarkshleðslu (kr. 420.000) og þarft þá að uppfæra kortið þitt. https://www.ikort.is/uppfaerdu-ikortid/
 • Ástæðan gæti líka verið sú að þú hefur hlaðið kortið þitt þrisvar í dag. En einungis er hægt að hlaða kort þrisvar á sólarhring.
 • Ástæðan gæti líka verið sú að einhverjar upplýsingar hafa verið slegnar rangt inn.
 • AB gíró:

Tilvísunarnúmer: síðustu 12 starfirnir í kortanúmeri

Seðilnúmer: hvað sem er, t.d. 1234567

Stofnun HB: 0701 26

Reikningsnúmer: 13014

 • Innborgun á kreditkort:

Allt kortanúmerið

Kennitala: 610213-0140

Ég man ekki lykilorðið mitt inn á mínar síður, hvað geri ég?

 • Þú slærð inn notendanafn
 • Smellir á gleymt lykilorð
 • Svarar öryggisspurningu
 • Færð tölvupóst og getur valið nýtt lykilorð
 • Lykilorð þarf að vera að lágmarki 6 stafir og þarf að innihalda a.m.k einn stóran staf, einn lítinn staf og einn tölustaf.

Hvernig get ég fengið greiðslur erlendis frá inn á iKortið mitt?

    • IBAN: IS090701153900276102130140
    • Swift:  MPBAISRE
    • Kvika
    • Borgartún 25
      105 Reykjavík, Iceland
   • Skrá síðustu 8 stafina í kortanúmerinu í skýringu

Sé ég alltaf rétta stöðu á iKortinu mínu?

Já, örgjörvinn í iKortunum er þannig gerður að hann heldur alltaf utan um rétta stöðu. Þú getur alltaf séð rétta stöðu inni á þínum síðum eða fengið hana senda með sms.

Get ég verið með fleiri en eitt iKort?

Já, hægt er að skrá allt að 4 kort á sama farsímanúmerið

Get ég pantað vörur eða þjónustu á netinu?

Já, þegar greitt er fyrir vörur og þjónustu með iKorti á netinu er hakað við „greiða með kreditkorti“. ATH! þó kortið sé fyrirframgreitt þá er það kreditkort þannig að það á ekki að merkja við debit-kreditkort eins og er í boði á einhverjum vefsíðum. Mikilvægt er að skrá réttan gildistíma (gildir út) og öryggisnúmer sem er aftan á kortinu. Passið að snúa kortinu rétt þegar öryggisnúmerið er lesið.

Af hverju virkar kortið ekki í hraðbönkum erlendis?

Sumir hraðbankar lesa ekki örgjörva og vilja notast við segulröndina á kortinu. Til að geta tekið út af iKorti í hraðbönkum þarf hraðbankinn að geta lesið örgjörva. Hérna má nálgast lista frá MasterCard yfir þá hraðbanka sem lesa örgjörva: http://www.mastercard.com/sea/consumer/atm-locator.html