• Beint á iKortið alla daga ársins

  1. Innborgun á kreditkort
   • Í öllum íslensku heimabönkunum er hægt að fara í innborgun á kreditkort.
   • Þar þarf að slá inn alla 16 stafina í kortanúmerinu í reit fyrir kortanúmer.
   •  Banki 0701. (þarf ekki að skrá í öllum heimabönkum)
   • kt. iKort 610213-0140  (eða kennitala korthafa)
 • Á skrifstofu okkar í Skipholti 25, 105 Reykjavík

  Hleðsla á kortið með reiðufé eða með korti á skrifstofu okkar tekur skamma
  stund og iKortið er strax tilbúið til notkunar.

 • Millifærsla á bankareikning iKorts

  Þú getur millifært peninga inn á iKortið af bankareikningi þínum Þegar það er gert þá notar þú númerið á iKortinu sem viðtakanda Við millifærum á iKortið þitt á skrifstofutíma sem er frá kl. 9 – 16 virka daga. Hleðslur sem berast utan skrifstofutíma eru framkvæmdar næsta virka dag. Varðandi frekari upplýsingar þá vinsamlega sendið tölvupóst á info@ikort.is

  ATH: Skrá þarf allt kortanúmerið í dálkinn „skýring greiðslu“ og 6 síðustu stafi kortanúmers í dálkinn „tilvísun“. Ef þú sendir okkur tölvupóst frá þínu netfangi á pósthólfið info@ikort.is þá sendum við þér staðfestingu þegar hleðslan er komin á iKortið.

  Reikningsnúmer: 0701-15-390028
  Kennitala: 6102130140

  ATH! frá og með 1. nóvember 2015 verður tekið 120 kr. gjald fyrir millifærslur sem berast á bankareikning sem þarf að handfæra inn á iKort. Best er að nota sjálfvirku leiðirnar (Innborgun á kreditkort eða AB gíró)

 • Hjá gjaldkerum banka og sparisjóða

  Hægt er að hlaða* iKortið hjá gjaldkerum banka og sparisjóða um allt land.

  *Samkvæmt gjaldskrá banka og sparisjóða

 • Erlendar millifærslur

  Einnig er hægt að millifæra á bankareikning okkar og þá þarf að skrá síðustu 8 stafina í kortanúmerinu (ekki skrá allt kortanúmerið) sem skýringu (reitur 70 í bönkum) eða í staðinn fyrir nafn ef skýringarreitur er ekki til staðar.

  IBAN: IS090701153900276102130140
  Swift:  MPBAISRE
  Kvika
  Borgartún 25
  105 Reykjavík, Iceland

  Gjald fyrir hverja erlenda greiðslu er 1.500 kr. Vegna kostnaðar við erlendar millifærslur er lágmarksupphæð sem hægt er að fá með SWIFT inn á iKort kr. 5.000