iKort Mastercard®, er vara frá Prepaid Financial Services

Spark Cards

iKortið er alþjóðlegt Mastercard inneignarkort sem er gefið út af fyritækinu Prepaid Financial Services (PFS). Dreifingaraðili iKortsins á Íslandi er iKort ehf, Skipholti 25, 105 Reykjavík.

PFS var stofnað árið 2007 og hefur sérhæft sig í kortalausnum fyrir þá sem vilja ekki vera með hefðbundin kort sem bankar gefa út. Það þarf ekki að kanna fjárhagslegar upplýsingar þeirra sem eru með iKort og allir Íslendingar geta notað þau kort sem iKort gefa út.

iKortið getur þú notað á yfir 32 milljón stöðum um allan heim, allstaðar þar sem þú sérð Mastercard merkið, þar með talið til að versla á netinu.

Inneignar iKortið getur þú pantað á heimasíðunni www.ikort.is eða í Þjónustuveri okkar í síma 572 2000. Þú getur hlaðið kortið í netbanka eða hjá okkur í Skipholti 25. Þú getur einnig látið greiða laun þín beint á kortið.

Hægt er að hlaða með SMS skilaboðum á milli iKorta af þeim kortum sem hafa verið uppfærð í Plús (Sjá SMS dálkinn þar sem fjallað er nánar um möguleikana).

Þú getur fylgst með stöðunni á kortinu allan sólarhringinn alla daga ársins á netinu eða með því að hafa samband við Þjónustuver okkar í síma 572 2000 frá kl. 9 – 16 alla virka daga.