Að uppfæra iKortið í Plús kort

Í upphafi er hægt að hlaða að hámarki 420.000 kr. á iKortið á hverju almanaksári. Ef þú vilt hækka þetta
hámark er það hægt með því að uppfæra kortið í iKort Plús kort.

iKort Plús korthafar geta hlaðið allt að 1.500.000 kr. inn á kortið en þó að
hámarki 585.000 kr. í hvert sinn.
Hvað þarf til að uppfæra?

Ef þú óskar eftir því að uppfæra iKortið þitt í Plús kort þá þarft þú að útvega okkur nauðsynlegar persónuupplýsingar (vegabréf eða ökuskírteini) og upplýsingar um
heimilisfang (t.d. bankareikningsyfirlit, orkureikning).

Hvernig uppfæri ég?

að er auðvelt að uppfæra iKortið í iKort Plús:

 • Á netinu.
  Með því að fara inn á reikning þinn á netinu og velja „Uppfæra“ flipann og
  hlaða skönnuðum afritum af gögnum þínum.
 • Komdu til okkar.
  Þú getur einnig komið með gögnin til
  okkar eða sent þau í pósti til:

  iKort ehf.
  Skipholt 25
  105 Reykjavík

Þú getur einnig fengið nánari upplýsingar um uppfærslu iKortsins í Plús kort með
því að hringja í okkur í síma 572 2000 eða með því að senda okkur tölvupóst á
info@ikort.is.