Síðast uppfært: júlí 2013

“Kort” : rafeyrisreikningur útgefinn af okkur til þín ásamt iKortinu sem tengt er við
rafeyrisreikninginn;

“Gildistími” : dagurinn sem kortið hættir að virka;
“Reikningslokun” : gjald fyrir innlausn eins og fram kemur í gjaldskrá og
viðskiptaskilmálum;

“Viðskiptadagur” : Mánudaga til föstudaga, frá kl. 10:00 til kl. 18:00 GMT, að
undanteknum helgidögum og frídögum á Íslandi;

“Gjöld og takmarkanir” : upplýsingar um gjöld og takmarkanir sem eru tilgreindar
í gjaldskrá og viðskiptaskilmálum;

“Gjald” : öll gjöld sem korthafi þarf að greiða skv. gjaldskrá og viðskiptaskilmálum;

“Áreiðanleikakönnun viðskiptavinar” : Reglur sem eftirlitsskyldir aðilar þurfa að
fullnægja um könnun á áreiðanleika viðskiptavinar (e.KYC) sem er einstaklingur;

“Áreiðanleikakönnun lögaðila” : Reglur sem eftirlitsskyldir aðilar þurfa að
fullnægja um könnun á áreiðanleika viðskiptavinar (e.KYB)sem er lögaðili;

“SDD kort” : Skammstöfunin stendur fyrir enska heitið Standar
DueDiligenceprepaidCard / InstantiussuePrepaidcards. Á Íslensku; fyrirframgreidd
kort;

“Fyrningartími” : fyrningartími rafeyris á reikningi þínum hjá okkur er 20 ár frá
samningslokum;

“Rafeyrir” : Peningaleg verðmæti, í formi kröfu á útgefanda sem er geymd í
rafrænum miðli, þ.m.t. á segulformi, gefin út í skiptum fyrir fjármuni, í þeim tilgangi
að framkvæma greiðslu í skilningi laga um greiðsluþjónustu og samþykkt er sem slík
af öðrum aðilum en útgefandanum sjálfum;

“Söluaðili” : söluaðili eða annar aðili sem tekur við rafrænum greiðslum; rafeyri;

“Greiðsluþjónusta” : hér er átt við allar greiðslur og rafeyrisþjónustu og alla tengda
þjónustu sem stendur iKorthöfum og/eða aukakorthöfum til boða með notkun
reikningsins og/eða iKortsins;

“Hlaða” : að bæta við peningum á reikning þinn hjá okkur;

“Notendanafn og lykilorð” : innskráningar upplýsingar sem valdar eru af
viðskiptavini til að fá aðgang að greiðsluþjónustu;

“Kortalauskortareikningur” : Á við kortalaust rafrænt inneignar iKort, þar sem
notkun þess er takmörkuð við viðskipti á netinu eða í gegnum síma eða með
póstkröfu;

“við”, “okkur” eða “okkar” : PrepaidFinancialServices Limited. sem útgefandi
rafeyrisins;

“þú” eða “þinn” : Viðskiptavinurinn og/eða annar einstaklingur sem hefur fengið
iKort frá viðskiptavini til notkunar sem aukakorthafi í samræmi við viðskiptaskilmála
þessa;

“Aukakorthafi/ar“ : Á við um korthafa sem er handhafi aukakorts;

“Greiðslukerfi” : Er Mastercard eins og fram kemur á iKortinu þínu;

“iKort ehf. eða dreifingaraðili” : iKort ehf. er dreifingaraðili sem annast dreifingu
og sölu rafeyris á Íslandi fyrir hönd PFS.

1. Um okkur:

PrepaidFinancialServices er aðili að Mastercard greiðslukerfinu. Mastercard er
skrásett vörumerki og er eign Mastercard International Incorporated.

2. Umsjón iKorta:

Þú getur fylgst með færslunum þínum og öðrum kortaupplýsingum á netinu með
því að skrá þig inn á www.ikort.is. Til að tilkynna stolið eða glatað kort hringir
þú í þjónustuverið í síma + 354 572-2000. Ef þú vilt heldur hafa samband með
tölvupósti þá sendu hann á info@ikort.is.

3. Samningur þinn við okkur:

3.1. iKortið þitt er gefið út af Prepaid Financial ServicesLtd (PFS). PFS veitir einnig greiðsluþjónustuna sem tengist kortinu. PFS er fyrirtæki sem er stofnað og skráð samkvæmt lögum Englands og Wales. Opinbert skráningarnúmer í Englandi og Wales er 06337638. PFS hefur skráð aðsetur á 4. hæð, Carnaby Street, London, W1F 7DR. PFS hefur starfsleyfi sem útgefandi rafeyris og er undir eftirliti eftirlitsaðila í Bretlandi (FinancialConductAuthority).
3.2. Nánari upplýsingar um starfsleyfi PrepaidFinancialServicesLtd er að finna á slóðinni http://www.fsa.gov.uk/register/2EMD/2EMD_MasterRegister.html.
3.3. iKort ehf, annast dreifingu iKortsins og rafeyrisreikninga á Íslandi fyrir hönd Prepaid Financial Services Limited.iKort ehf. er ekki útgefandi rafeyrisins og iKort ehf. er ekki umboðsaðili PFS iKort ehf. hefur ekki með höndum greiðsluþjónustu.
iKort ehf. hefur aðsetur að Skipholti 25, 105 Reykjavík.
Um starfssemi iKorts ehf. gilda íslensk lög og reglur.
3.4. iKortið sjálft er eign Prepaid Financial Services Limited.

4. Kortið þitt og kortareikningur hjá okkur:

Hleðsla á iKorti er háð þeim takmörkunum sem fram koma í gjaldskrá og skilmálum
þessum. Við áskiljum okkur rétt til að breyta þessum takmörkunum eða hafna
hleðslu. Áskilinn er réttur til að taka sérstakt gjald fyrir hleðslu.

4.1 Viðskiptaskilmálar þessir gilda á milli okkar og korthafa um veitingu greiðsluþjónustu af hálfu PFS til korthafa. Í samningi þessum er einnig að finna mikilvægar upplýsingar og ábendingar sem geta haft áhrif á réttindi þín og möguleika þína á að endurheimta peninga þína. Með því að virkja reikninginn, hefur þú jafnframt samþykkt og viðurkennir að hafa að fullu skilið viðskiptaskilmála þá sem er að finna í þessum samningi. Með því láta í ljós samþykki þitt og með því að nota iKortið telst þú jafnframt hafa samþykkt að fara eftir þessum skilmálum.
4.2 iKortið er ekki kreditkort og það er ekki útgefið af banka. Þú færð ekki vexti af inneign þinni á kortinu. Lög um útgáfu og meðferð rafeyris leggja bann við greiðslu vaxta til handhafa rafeyris.
4.3 Greiðsluþjónustan sem veitt er byggist á inneign og er ekki í yfirdráttur eða önnur bankaþjónusta, þú verður þess vegna að gæta þess að því að nægileg inneign sé ávallt til staðar þegar þú verslar eða tekur út af reikningnum (þ.m.t. vegna virðisaukaskatts og annarra gjalda þar sem það á við). Ef af einhverjum ástæðum færsla fer í gegn og fjárhæð færslu er hærri en inneign á kortinu þá þarft þú að endurgreiða okkur það sem umfram er þegar í stað. Ef þú ferð fram yfir á kortinu höfum við rétt á að stöðva allar fyrirliggjandi færslur eða eftirfarandi færslur.
4.4 Þegar þú færð iKortið afhent þarft þú að virkja það og síðan nálgast PIN númerið annað hvort með SMS eða á www.ikort.is. Til að fá PIN númerið sent með SMS sendu þá eftirfarandi SMS skeyti á númerið 611-2000; Sláðu inn PIN númer, síðan er eitt bil og svo setur þú síðustu átta tölustafina í kortanúmerinu. Til að fá PIN númerið á netinu þarftu að heimsækja okkur á www.ikort.is og fylgja leiðbeiningum um virkjun korts. Kortið verður alla jafna tilbúið til notkunar þegar það hefur verið virkjað með ofangreindum aðferðum. Ef þú virkjar ekki iKortið þitt mun það ekki virka.
4.5 Þegar fyrirtæki hefur sótt um iKort fyrir starfsmann sinn telst fyrirtækið þar með hafa samþykkt að leyfa viðkomandi starfsmanni að virkja og nota iKortið fyrir hönd fyrirtækisins.
Aðili sem er skráður handhafi rafeyrisreiknings fyrirtækis ber ábyrgð á notkun iKortsins og ábyrgð á því að greiða þau gjöld sem starfsmaður fyrirtækisins stofnar til. Notkun starfsmanns á iKortinu skoðast sem staðfesting handhafa rafeyrisreikningsins á að hann hafi upplýst starfsmann um þá skilmála sem um iKortið gilda og að starfsmaður hafi samþykkt þá. Handhafi rafeyrisreiknings ber ábyrgð á að allir korthafar séu upplýstir um skilmálana.
4.6 Hvers kyns notkun eða umráð iKortsins er óheimil öðrum en korthafa.

5. Könnun á áreiðanleika viðskiptavina:

5.1 Til að stofna iKort þarf umsækjandi að vera orðinn 18 ára. Við getum farið þess á leit að þú sannir hver þú ert og hvert heimilisfang þitt er. Þér ber skylda til að aðstoða okkur við að uppfylla lög og reglur um könnun á áreiðanleika viðskiptavina og lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti. Lögum samkvæmt ber okkur að skrá og geyma upplýsingar sem við biðjum þig um að láta okkur í té. Í samræmi við reglur um áreiðanleikakönnun viðskiptavina ber okkur að krefja þig um að leggja fram viðurkennd persónuskilríki og aðrar upplýsingar sem okkur ber að sannreyna áður en iKort er útgefið og virkjað.
5.2 Við framkvæmum ekki lánshæfismat.
5.3 Með kaupum og/eða umsókn um iKort lítum við svo á að þú hafir samþykkt þau skilyrði um gagnaöflun af okkar hálfu sem fram koma í þessum skilmálum.
5.4 Þú getur sótt um hærri notkunarheimild á iKortið þitt þ.e. iKort Plúskort. Þessi hærri heimild er bundin tilteknum skilyrðum og veitir heimildir sem nánar er lýst á vefsíðunni www.ikort.is. Til að geta sótt um aukna notkunarheimild verður þú að uppfylla kröfur samkvæmt lið 5.1 hér að ofan.
5.5 Hleðsla á iKortið er háð takmörkunum og er aðeins fyrir 18 ára og eldri. Þú getur sótt um að uppfæra iKortið í plúskort ( því geta fylgt gjöld). Umsókn þarfa að fylgja gögn sem krafist er vegna könnunar á áreiðanleika, sbr. lið 5.1. Umsókn getur verið hafnað ef ekki reynist mögulegt að sannreyna gögnin.
5.6 iKortið er gefið út í íslenskum krónum (ISK). (Við greiðslu í erlendri mynt er ISK breytt skv. gengisskráningu eins og hún er á hverjum tíma og miðast við dagsetningu úttektar og sölugengi Seðlabanka Íslands.).
5.7 Þar sem það er leyfilegt er hægt að sækja um aukakort sem tengt er aðalkort eða rafrænum reikningi. Með umsókn um aukakort samþykkir þú að láta gefa út iKort og PIN númer til þess aðila sem fær aukakortið og þú samþykkir að hver aukakorthafi hafi leyfi til að nota kortið fyrir þína hönd. Þú ert ábyrgur fyrir gjöldum, færslum, notkun eða misnotkun á því korti sem þú hefur sótt um.
5.8 Samþykki þitt á þessum viðskiptaskilmálum tekur einnig til allra aukakorta og aukakorthafa sem þú hefur sótt um iKort fyrir. Í samþykki þínu á þessum skilmálum felst einnig viðurkenning á skyldu þinni til að sjá til þess að allir aukakorthafar á þínum vegum kynni sér þessa skilmála áður en aukakort er notað.
5.9 iKort fyrir fyrirtæki. Til að sækja um iKort verður fyrirtækið að vera opinbert eða einkafyrirtæki. Umsækjandi þarf að skila inn gögnum um áreiðanleika. Við áskiljum okkur rétt til að kalla eftir frekari upplýsingum til að sannreyna hvert fyrirtækið er og við getum kallað eftir upplýsingum frá þar til bærum aðilum sem veita upplýsingar sem máli skipta. Umsækjandinn mun einnig þurfa að skila inn upplýsingum um áreiðanleika, sbr grein 5.1. hér að ofan.
Kort fyrir fyrirtæki. Við áskiljum okkur rétt til að afla nauðsynlegra upplýsinga um áreiðanleika eigenda, stjórnenda, meðeigenda eða starfsmanna fyrirtækja sem eru handhafar iKortsins.

6. Gjöld og þóknanir:

6.1 Öll gjöld sem tengjast iKortinu þínu eru að finna í gjaldskrá neðst í þessum viðskiptaskilmálum. Ef við gerum breytingar á þessum gjöldum munu þær verða verða tilkynntar þér með tölvupósti og á heimasíðu iKorts með tveggja mánaða fyrirvara. Hafir þú ekki samband við okkur innan þess tíma lítum við svo á að þú hafir samþykkt breytingarnar og óskir að nota iKortið áfram. Tilkynning samkvæmt framansögðu um breytingu á gjaldskrá telst nægjanleg ef hún er send á það tölvupóstfang sem þú hefur látið okkur í té. Þú bert ábyrgð á því að tilkynna okkur um breytingu á tölvupóstfangi þínu svo okkur sé unnt að senda þér upplýsingar um skilmálabreytingar. Um breytingar á gjaldskrá og öðrum skilmálum sjá nánar lið 13 hér að neðan.

7. Hvernig þú notar iKortið þitt:

7.1 Einungis korthafi má nota iKortið.

8. Mögulegar takmarkanir á notkun kortsins:

8.1 iKortið er ekki tengt við bankareikning og er hvorki tékkaábyrgðarkort né kreditkort með lánsheimild.
8.2 Þú getur notað iKortið fyrir þá upphæð sem inneign segir til um hjá söluaðilum sem taka við Mastercard kortum. Ef innistæða er ekki næg fyrir umræddum viðskiptum geta einstaka seljendur hafnað því að nota innistæðuna sem hluta af greiðslu með öðrum greiðslumiðlum.
8.3 Það er ekki á ábyrgð iKorts ef einstaka söluaðilar takmarka þá fjárhæð sem heimilt er að greiða með iKorti eða ef söluaðili óskar fyrirframgreiðslu vegna tiltekinnar þjónustu.
8.4 Sumir söluaðilar, t.d. veitingastaðir erlendis, munu fá fyrirfram heimild fyrir allt að 20% hærri upphæð en endanlegur reikningurinn segir til um.
8.5 Það geta komið upp þær aðstæður að röskun verður á notkun, til dæmis þegar unnið er við viðhald á greiðslukerfinu. Vinsamlega hafðu samband við okkur í gegnum vefsíðuna ef þú lendir í einhverjum vandræðum.

9. Gildistími iKortsins og endurgreiðslur á inneign þinni:

9.1 Á iKortið er prentaður gildistími kortsins. Þú getur ekki notað kortið eftir að gildistími þess er runninn út. Renni gildistíminn út getur þú sótt um að fá nýtt iKort eða endurgreiðslu inneignar þinnar í samræmi við ákvæði þessara skilmála.
9.2 Gildistími iKorts kemur fram á kortinu. Þegar kortið er runnið úr gildi er ekki lengur hægt að nota það. Þá er frá sama tíma runninn út samningur um rafeyrisþjónustu nema þú hafir áður sótt um og við gefið út nýtt iKort, sbr. lið 10.3 eða við höfum samþykkt að veita þér áframhaldandi þjónustu.
9.3 Þér er óheimilt að nota iKortið eftir að gildistíminn er útrunninn.
9.4 Ef iKortið þitt rennur úr gildi áður en inneign þín er fullnýtt þá getur þú haft sambandi við þjónustuver og óskað eftir nýju iKorti. Það getur tekið allt að tvær vikur að gefa út nýtt iKort. Við útgáfu á nýju korti er greitt gjald samkvæmt gjaldskrá.
9.5 Eftir að iKortið er runnið úr gildi er inneign þín tiltæk til endurgreiðslu ef þú hefur samband við okkur innan tuttugu ára. Ef þú óskar ekki endurgreiðslu innan tuttugu ára frá því að iKortið rennur út þá fyrnist krafa og inneign verður ekki endurgreidd. Okkur ber að vekja athygli þína á því þegar inneignin er að fyrnast.
9.6 Ef þú óskar endurgreiðslu innan tólf mánaða frá því að iKortið rennur úr gildi þarft þú ekki að greiða gjald vegna endurgreiðslunnar. Ef þú óskar eftir endurgreiðslu tólf mánuðum eftir að gildistími er útrunninn og reikningnum hefur ekki verið lokað áskiljum við okkur rétt til að innheimta gjald vegna lokunar skv. gjaldskrá.
9.7 Gildistími aukakorta aukakorthafa rennur út á sama tíma og gildistími iKorts aðalkorthafa.
9.8 Við áskiljum okkur rétt til að gefa út nýtt iKort áður en gildistíma lýkur jafnvel þótt þú hafir ekki óskað þess. Ef við gerum það á töluliður 9.4 ekki við. Ef þú hefur ekki óskað eftir að fá útgefið nýtt iKort þá er ekki innheimt sérstakt gjald vegna útgáfu nýja kortsins.
9.9 Við höfum rétt á að halda eftir af inneign þinni á kortinu og skuldajafna vegna skuldbindinga og gjalda sem ekki hafa verið greidd á gjalddaga.

10. Lokun á iKorti:

10.1 Ef þú ert iKorthafi og vilt loka kortinu þarft þú að fylla út þar til gert eyðublað á vefsíðunni www.ikort.is. Þetta á einnig við ef þú vilt fá inneign þína endurgreidda. Þú þarft að senda tölvupóst frá því tölvupóstfangi sem þú hefur skráð er hjá okkur og er tengt við iKortið þitt. Þjónustuver okkar mun þá loka á frekari notkun kortsins.
10.2 Þú kannt að vera beðinn um gögn vegna könnunar á áreiðanleika sbr. grein 5.1. í þessum viðskiptaskilmálum til að við getum lokað iKortinu og greitt út innistæðu þína.
10.3 Þegar okkur hafa borist nauðsynlegar upplýsingar frá þér (þar með talið gögn um áreiðanleika) og öllum færslum hefur verið lokið og viðeigandi gjöld hafa verið greidd munum við endurgreiða þér það sem eftir er á rafeyrisreikningi þínum að frádregnum þeim gjöldum til sem þér ber að greiða, að því tilskyldu að:
I. þú hafir ekki sýnt af þér sviksamlega hegðun eða stórfellt gáleysi, eða hagað þér þannig að grunur leiki á um slíka sviksamlega hegðun eða stórfellt gáleysi; og
II. Okkur beri ekki að halda eftir fjármunum þínum samkvæmt fyrirmælum laga eða reglugerða, eða að fyrirmælum lögreglu, úrskurðar dómstóls eða annars yfirvalds.
10.4 Þegar rafeyrisreikningi þínum hefur verið lokað er þér skylt að eyðileggja iKortin þín.
10.5 Ef þú ert með iKort gefið út á þig sem einstakling hefur þú 14 daga frá því að umsókn þín um iKort er samþykkt til að falla frá samningi. Í því tilviki endurgreiðum við þér inneign þína samkvæmt lið 10.3. Nánar er fjallað um rétt til að falla frá samningi í lið 14 hér fyrir neðan.

11. Ágreiningur um færslur, greiðslur og kvartanir:

11.1 Ef okkur berast færslur eða upplýsingar um kostnað sem þú hefur stofnað til með notkun iKortsins eftir að þú hefur látið loka rafeyrisreikningi þínum og fengið endurgreidda innstæðuna munum við láta þig vita og fara fram á tafarlausa greiðslu á þeirri upphæð sem skoðast þá sem skuld þín við okkur.
11.2 iKort ehf. sjá um rekstur þjónustuvers og meðferð kvartana í samráði við okkur. Markmið okkar er að bjóða viðskiptavinum greiðan aðgang að þjónustuveri okkar til að bregðast við og skoða kvartanir. Ef þú ert ekki ánægður með þjónustuna þá hvetjum við þig til að senda okkur tölvupóst á info@prepaidfinancialservices.com
11.3 Við tökum kvartanir mjög alvarlega og nýtum okkur þær til að bæta vinnuferla og til að mæta væntingum okkar viðskiptavina. Okkar markmið er að svara kvörtunum hratt og örugglega og höfum því sett þær reglur um meðferð kvartana sem eru hér fyrir neðan.
11.4 Til að byrja með munu samskipti þín verða við þjónustuver iKorts. Við ætlumst til að þjónustuverið svari kvörtun þinni skriflega innan fimm virkra daga. Við gerum allt sem í okkar valdi er til að leysa málið á þessu stigi.
11.5 Þú samþykkir að láta okkur hafa allar kvittanir og upplýsingar sem við biðjum um og tengjast kvörtun þinni.
11.6 Ef þjónustuver okkar getur ekki leyst út kvörtun þinni færum við málið til þjónustustjóra sem mun hafa samband við þig innan 14 virkra daga. Þú getur sent tölvupóst á icomplaints@prepaidfinancialservices.com.
11.7 Eftir að þjónustustjóri hefur fengið allar upplýsingar um málið, þ.m.t. kvittanir, afrit af samskiptum og þú ert enn óánægður með svör okkar getur þú haft samband við eftirlitsaðila, sem er The Financial Ombudsman Service, South Quay Plaza, 183 Marsh Wall, London E14 9SR.
complaint.info@financial-ombudsman.org.uk

12. Stolin og glötuð kort:

Ef kortið þitt glatast eða því er stolið verður þú að tilkynna okkur það strax. iKortinu
verður þá lokað þegar í stað. Þú munt þurfa að greiða gjald vegna endurútgáfu kortsins.
Ef þú finnur kortið síðar mun það ekki verða opnað á nýjan leik og þú verður að eyðileggja
það og bíða nýja kortsins.

13. Breytingar á viðskiptaskilmálunum:

Við getum uppfært eða gert breytingar á þessum viðskiptaskilmálum ( þar með talið
á gjaldskrá fyrir gjöld og þóknanir ). Slíkar breytingar verða tilkynntar með tölvupósti
og á vefsíðu okkar www.ikort.is að minnsta kosti 2 mánuðum fyrir gildistöku nýrra
skilmála. Með áframhaldandi notkun á iKortinu eftir þennan 2 mánaða fyrirvara
telst þú hafa samþykkt nýju skilmálana. Tilkynning samkvæmt framansögðu um
breytingu á viðskiptaskilmálum telst nægjanleg ef hún er send á það tölvupóstfang
sem þú hefur látið okkur í té. Þú bert ábyrgð á því að tilkynna okkur um breytingu
á tölvupóstfangi þínu svo að okkur sé unnt að senda þér tilkynningar um breytingar
á skilmálum. Viljir þú ekki samþykkja nýja skilmála skaltu hætta notkun kortsins í
samræmi við ákvæði skilmála þessa um að hætta með kortið.

14. Biðtími og réttur þinn til að hætta við samninginn:

Ef þú hefur sem einstaklingur sótt um iKort átt þú rétt á að falla frá samningi um
útgáfu iKorts í samræmi við ákvæði laga nr. 33/2005 um fjarsölu á fjámálaþjónustu.
Réttur til að falla frá samningi gildir í 14 daga frá því að umsókn þín var samþykkt.
Þessi réttur gildir ekki ef þú hefur þegar byrjað að nota inneign þína á iKortinu. Þú
þarft að senda okkur tilkynningu um slíkt með sannanlegum hætti áður en 14 daga
fresturinn rennur út skriflega þannig að bréfið sé komið til okkar eða ábyrgðarbréf á
pósthús eða með tölvupósti á info@ikort.is Við munum þá loka rafeyrisreikningi og
kortum og endurgreiða þér nema að liður 9.3 í skilmálum þessum eigi við.
Þegar þú hættir viðskiptum við okkur með þessum hætti er það án nokkurs
viðbótarkostnaðar en að frádregnum kostnaði við meðferð umsóknar þinnar, þ.m.t.
vegna útgáfu korts hafi það verið gefið út.
Eftir 14 daga frá því að samningur var gerður gilda venjuleg uppsagnarákvæði
þessara skilmála um uppsögnina. Sjá nánar lið 9.

15. Innstæðutrygging:

Greiðsluþjónustan, rafeyrisreikningurinn þinn og iKortið fela í sér útgáfu
greiðslumiðils og veitingu greiðsluþjónustu en telst ekki vera innlán, útlán eða önnur
bankaþjónusta. Inneign þín á iKorti nýtur því ekki tryggingar samkvæmt ákvæðum
laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

16. Vernd fjármuna þinna:

Prepaid Financial Services Ltd, ber skylda til að halda fjármunum korthafa á
sérstökum reikningi. Þess vegna mun inneign þín hjá iKorti verða lögð inná
bankareikning útgefanda hjá viðskiptabanka á Íslandi. Einungis Mastercard verður
heimilað að taka út þessa inneign og þá aðeins vegna notkunar þinnar á iKorti. Verði
PFS gjaldþrota eiga korthafar forgangskröfu í innstæðu á þessum reikningi vegna
ónotaðra fjármuna á iKortinu.

17. Úrlausn deilumála, varnarþing og tungumál:

Ef þú ert einstaklingur sem ert korthafi og notkun kortsins er ekki í þágu
atvinnurekstrar þá er þér heimilt að bera ágreining þinn við PFS vegna þessa
samnings undir dómstóla á Íslandi á þeim stað þar sem þér er heimilt að sækja
mál samkvæmt lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þér er einnig heimilt að
sækja mál þitt fyrir dómstólum í Englandi og Wales. Ef þú ert lögaðili er þér heimilt
að bera ágreining þinn við PFS undir dómstóla í Englandi og Wales.
Viðskiptaskilmálar þessir eru gefnir út á íslensku og samskipti á milli viðskiptavina
og iKorts fara fram á íslensku. iKort ehf. annast samskipti við viðskiptavini í samráði
við PFS.
iKort ehf. er undir eftirliti íslenskra stjórnvalda. Um ágreining við iKort ehf. fer
samkvæmt íslenskum lögum. iKort ehf. er háð eftirliti stjórnvalda á Íslandi, þ.m.t.
Neytendastofu. Ágreining við iKort má bera undir Héraðsdóm Reykjavíkur.