Síðast uppfært: maí 2018

Gildir frá 13. janúar 2018

 

Viðskiptaskilmálar

 

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR: Þetta eru viðskiptaskilmálar milli, Prepaid Financial Services Ltd, 5 hæð, Langham House, 302-308 Regent Street, London, W18 3AT og þín, viðskiptavinar sem er að gera samning („ þennan viðskiptasamning“). Vinsamlega lesið samninginn vandlega áður en kortið er virkjað eða notað. Efni þessa samnings og gjaldskrá gildir um alla viðskiptavini. Virkjun kortisins skoðast sem samþykki þitt á samningi þessum. Skilmálar samningsins gilda frá virkjun kortsins til loka gildistíma þess, ef annað er ekki tekið fram í samningi þessum.

 

 1. Skilgreiningar og túlkun

Ef fram koma í samningi þessum orð sem byrja á stórum staf þýðir það að orðið hefur verðið skilgreint í þessari grein um Skilgreiningar og túlkun.

 

Reikningur“ Fyirframgreiddur rafrænn reikningur sem ekki er innlánsreikningur er vaxtalaus og jafnan  tengdur við iKort sem hefur þann eina tilgang að gera rafrænar millifærslur;

 

Reikningsupplýsingar – Þjónustuveitendur“ Samkvæmt PSD2 er „reikningsupplýsingaþjónusta“ netþjónusta sem veitir samanteknar upplýsingar um greiðslureikninga sem notendur greiðslumiðlunar halda við rafeyrisþjónustuveitenda.

 

Kortalaust fyrirframgreitt kort“ fyrirframgreitt, ópersónugert kort sem hægt er að nota með tiltekin fjárhæðamörk við hleðslu, viðskipti og innlausn;

 

Samþykki“ athöfn sem heimilar viðskipti með því að nota kortið ásamt (i) PIN-númerinu eða með (ii) CVC-kóðanum og gildistíma eða með (iii) undirskrift korthafa;

 

Hraðbanki“ Hraðbanki er rafrænn  fjarskiptabúnaður sem gerir viðskiptavinum kleift að framkvæma fjárhagsleg viðskipti, einkum vegna úttekta á  reiðufé, án milligöngu gjaldkera eða bankastarfsmanns. Flestir hraðbankar auðkenna viðskiptavininn þegar hann setur kortið með segulrönd eða örgjörva sem inniheldur einstakar kortaupplýsingar og öryggisupplýsingar eins og gildistíma eða CVC2 eða CVV númer. Staðfesting er veitt af viðskiptavininum þegar hann slær inn PIN númer kortsins.

 

„Fjárhæð til ráðstöfunar“ verðmæti fjármuna sem hlaðið hefur verið inn á reikninginn þinn og þú hefur til ráðstöfunar;

 

„BIC kóði (ar) „Bank Identifier Code/Kennimerki banka, þýðir það staðlaða snið kóða sem er stjórnað af SWIFT bankamillifærslukerfinu heitir nú (BIC) og er notað til að þekkja einstaka banka og fjármálastofnanir á heimsvísu – það er hver fjármálastofnunin er og hvar hún er staðsett. Þetta kennimerki/ kóði er notað þegar peningar eru millifærðir milli banka, einkum fyrir millifærslur milli landa eða svokallaðar SEPA greiðslur (millifærslur innan Evrópska efnahagssvæðisins).

 

„Viðskiptadagur” Mánudaga til föstudaga, frá kl. 09:00 til kl. 16:00 GMT, að

undanteknum helgidögum og frídögum á Íslandi;

„Kort “ Hlutur sem á geymir rafeyri sem hefur kröfu um fyrirframgreidda fjármálaþjóustu á Prepaid Financial Services, og / eða hlutur eða stafrænt kerfi sem veitir aðgang að reikningi sem gefinn er út af Prepaid Financial Services í þeim tilgangi að eiga viðskipti.

 

„Viðskiptavinur“ sá sem hefur sótt um rafeyrisþjónustu og  hefur fengið aðgang að, að minnsta kosti einu korti hjá okkur vegna rafeyris viðsipta eða IBAN reikningsupplýsinga. Viðskiptavinurinn er lagalega og fjárhagslega ábyrgur einstaklingur sem við veitum rafeyrisþjónustu.

SEPA millifærsla (STP) „þjónusta sem er tiltæk fyrir reikninga í Bretlandi, þar sem leiðbeiningar frá viðskiptavini eru sendar til Prepaid Financial Services, sem heimilar stofnun sem þú vilt borga, að millifæra fjárhæðir af reikningnum þínum með reglulegbundnum hætti.

„EEA“ Evrópska efnahagssvæðið en þar er kveðið á um frjálsa för fólks, vöru, þjónustu og fjármagns á innri markaði Evrópusambandsins (ESB) milli 28 aðildarríkja þess og þriggja af fjórum aðildarríkjunum Evrópska fríverslunarsambandsins (EFTA): Íslands, Liechtenstein og Noregs.

„Áreiðanleikakönnun viðskiptavina“ þær kröfur sem gerðar eru til okkar um að auðkenna og staðfesta heimilisfestu korthafa.

 

„Rafeyrir“ Peningaleg verðmæti, í formi kröfu á útgefanda sem er geymd í rafrænum miðli, gefin út í skiptum fyrir fjármuni í þeim tilgangi að framkvæma greiðslur.

 

„E-veski“ Greiðslureikningur útgefinn af  Prepaid Financial Services í þágu tiltekinna viðskiptavina, aðallega fyrirtækja, sem gerir þeim kleift að fá fjármagn og hlaða inn á rafeyriskort og stjórna umsýslukostnaði.

 

 „Gjald” Gjöld sem korthafi þarf að greiða samkvæmt gjaldskrá og viðskiptaskilmálum;

 

„IBAN“ IBAN eða International Bank Account Number (Alþjóðlegt bankareikningsnúmer) er hluti nýs alþjóðlegs staðals sem hefur verið samþykktur sem hluti af SEPA (Single Euro Payments Area) samningnum. IBAN er alþjóðlega samþykkt kerfi til að skilgreina bankareikninga milli landamæra til að auðvelda samskipti og vinnslu á viðskiptum yfir landamæri með minni hættu á truflunum. Kerfið er notað af flestum Evrópulöndum og mörgum löndum í öðrum heimshlutum.

 

“Áreiðanleikakönnun lögaðila” : Reglur sem eftirlitsskyldir aðilar þurfa að

fullnægja um könnun á áreiðanleika viðskiptavinar (e.KYB) sem er lögaðili;

 

“Áreiðanleikakönnun viðskiptavinar” : Reglur sem eftirlitsskyldir aðilar þurfa að fullnægja um könnun á áreiðanleika viðskiptavinar (e.KYC) sem er einstaklingur

„Takmörkunartímabil“ Þar sem við á, er átt við 6 ár eftir að samningi þessum lýkur

„Fyrningartími“ fyrningartími rafeyris á reikningi þínum hjá okkur er 20 ár frá samningslokum

„Notandanafn og Lykilorð“ innskráningarupplýsingar sem valdar eru af viðskiptavini til að fá aðgang að greiðsluþjónustu

„Greiðsluþjónusta“ hér er átt við allar greiðslur og rafeyrisþjónustu og alla tengda þjónustu sem stendur iKorthöfum til boða með notkun reikningsins og/eða iKortsins

 

„Hlaða“ að bæta við peningum á reikning þinn hjá okkur

 

„iKort ehf. eða dreifingaraðili“ iKort ehf er dreifingaraðili sem annast dreifingu og sölu rafeyris á Íslandi fyrir hönd PFS.

 

„Söluaðili“ söluaðili eða einhver annar sem tekur við rafrænum greiðslum, rafeyri.

 

„Greiðslumiðlun“ merkir alla greiðslu- og rafeyrisþjónustu og tengda þjónustu sem viðskiptavinurinn býður upp á með því að nota reikninginn og / eða kortið;

 

„Greiðslutilskipun 2 „(PSD2) hér er átt við tilskipun ESB (Evrópusambandsins) 2015/2366 varðandi greiðslumiðlun eins og henni var breytt eða skipt út frá einum tíma til annars og lögfest sem reglur um greiðsluþjónustu 2017.

 

“Færsluhirðir” (Payment Initiation Service Provider „PISP“) er sá aðili sem byrjar greiðslufyrirmæli sem óskað er eftir af þér, í tengslum við reikninginn þinn sem er í vörslu  hjá refeyrisþjónustuveitanda

 

„SEPA“ Single Euro Payments Area (SEPA) samþættar reglur sem settar voru að frumkvæði Evrópusambandsins til að auðvelda ferlið við millifærslur banka

 

„Einföld áreiðanleikakönnun“ leið til sjálfsvottunar fyrir skráningu persónuupplýsinga í tengslum við kort eða reikning [SDD]. “SDD kort” : Skammstöfunin stendur fyrir enska heitið Standard DueDiligenceprepaidCard / InstantiussuePrepaidcards. Á Íslensku; fyrirframgreidd kort;

Hleðslumöguleikar og notkun hraðbanka á SDD kort er takmörkuð við lægri fjárhæðir.

 

„SWIFT“ Samband sem á heimsvísu rekur netkerfi sem gerir fjármálastofnunum um heim allan kleift að senda og taka á móti upplýsingum um fjármálagerninga á öruggu, stöðluðu og áreiðanlegu formi.

 

“Kerfi og greiðslukerfi „greiðslukerfið er frá Mastercard eins og fram kemur á kortinu þínu eða reikningi; Kerfi er örgjörvi

 

 „Viðskipti“ sem gerir ráð fyrir eða reynir að gera: (i) greiðslu eða kaup á vörum eða þjónustu frá söluaðila þar sem greiðsla er tekin (að fullu eða að hluta) með því að nota rafeyrisþjónustuna, þ.m.t. þegar greiðsla er framkvæmd á internetinu eða í síma

 

“Kortalaus reikningur” : Á við kortalaust rafrænt inneignar iKort, þar sem

notkun þess er takmörkuð við viðskipti á netinu eða í gegnum síma eða með

póstkröfu;

 

við, okkur eða okkar : PrepaidFinancialServices Limited. sem útgefandi

rafeyrisins;

 

“þú” eða “þinn” : Viðskiptavinurinn og/eða annar einstaklingur sem hefur fengið

iKort frá viðskiptavini til notkunar í samræmi við viðskiptaskilmála þessa;

 

 1. Hafðu samband

Þú getur fylgst með færslunum þínum og öðrum kortaupplýsingum á netinu með því að skrá þig inn á www.ikort.is. Til að tilkynna stolið eða glatað kort hringir þú í þjónustuverið í síma + 354 572-2000. Ef þú vilt heldur hafa samband með tölvupósti þá sendirðu hann á info@ikort.is. Ef þú óskar þess þá munum við senda þér viðskiptaskilmála þessa og gjaldskrá án gjaldtöku.

 

 1. Samningur þinn við okkur:

MasterCard og MasterCard logóið eru skrásett vörumerki Mastercard International. Dreifingaraðili á Íslandi er iKort ehf.

3.1. iKortið þitt er gefið út af Prepaid Financial ServicesLtd (PFS). PFS veitir einnig

rafeyrisþjónustuna sem tengist kortinu. PFS er fyrirtæki sem er stofnað og

skráð samkvæmt lögum Englands og Wales. Opinbert skráningarnúmer

í Englandi og Wales er 06337638. PFS hefur skráð aðsetur á 5. hæð,

Langham House, 302-308, Regent Street, London, W1B 3AT

3.2 PFS hefur starfsleyfi sem útgefandi rafeyris og er undir eftirliti eftirlitsaðila í Bretlandi (FinancialConductAuthority).

Nánari upplýsingar um starfsleyfi PrepaidFinancialServicesLtd er að finna á

slóðinni https://register.fca.org.uk/ShPo_FirmDetailsPage?id=001b000000m4IX9AAM

3.3. Útgefandi iKortsins er Prepaid Financial Services Limited.

3.4. iKort ehf, annast dreifingu iKortsins og rafeyrisreikninga á Íslandi fyrir hönd

Prepaid Financial Services Limited.

iKort ehf. er ekki útgefandi rafeyrisins og iKort ehf er ekki umboðsaðili PFS

iKort ehf hefur ekki með höndum greiðsluþjónustu.

iKort ehf hefur aðsetur að Skipholti 25, 105 Reykjavík.

Um starfssemi iKorts ehf. gilda íslensk lög og reglur.

3.5. Prepaid Financial Services Limited er skráð sem aðalleyfishafi hjá Mastercard Interantional Incorporated. Mastercard og Mastercard logóið eru skrásett vörumerki Mastercard International. (iKortið sjálft er eign Prepaid Financial Services Limited).

3.6.. Viðskiptaskilmálar þessir gilda á milli okkar og korthafa um veitingu

rafeyrisþjónustu af hálfu PFS til korthafa. Í samningi þessum er einnig að

finna mikilvægar upplýsingar og ábendingar sem geta haft áhrif á réttindi

þín og möguleika þína á að endurheimta peninga þína. Með því að virkja

reikninginn, hefur þú jafnframt samþykkt og viðurkennt að hafa að fullu skilið

viðskiptaskilmála þá sem er að finna í þessum samningi. Með því láta í ljós

samþykki þitt og með því að nota iKortið telst þú jafnframt hafa samþykkt að

fara eftir þessum skilmálum.

3.7. iKortið er ekki kreditkort og það er ekki útgefið af banka. Óháð tegund korta sem þú hefur hjá okkur, er aðeins einn reikningur þar sem inneign þín er geymd.

3.8. Ekki má virkja greiðsluþjónustuna nema við höfum fengið nauðsynlegar upplýsingar frá þér sem lúta að lögum um áreiðanleikakönnun og peningaþvætti. Við munum halda skrá yfir slíkar upplýsingar og skjöl í samræmi við gildandi lög og reglur.

3.9. Tilvísun í gjaldmiðil (t.d. evrur eða pund £) er yfirfærð í þá fjárhæð sem iKortið er gefið út í eða íslenskar krónur ISK.

3.10. Öll viðskipti á iKortinu þínu í öðrum gjaldmiðli en  útgáfugjaldmiðlinum ISK, krefst umreiknings gjaldeyris sem verður dreginn frá reikningnum þínum. Gengi krónunnar breytast frá einum tíma til annars og er gengisskráningu að finna á heimasíðu PFS https://prepaidfinancialservices.com/en/exchange-rates

3.11. Þú færð ekki vexti af inneign þinni á iKortinu. Lög um útgáfu og meðferð rafeyris leggja bann við greiðslu vaxta til handhafa rafeyris.

3.12. Greiðsluþjónustan sem veitt er byggist á inneign og er ekki í yfirdráttur eða önnur bankaþjónusta, þú verður þess vegna að gæta að því að nægileg

inneign sé ávallt til staðar þegar þú verslar eða tekur út af reikningnum (þ.m.t) vegna virðisaukaskatts og annarra gjalda þar sem það á við). Ef af einhverjum

ástæðum færsla fer í gegn og fjárhæð færslu er hærri en inneign á kortinu þá þarft þú að endurgreiða okkur það sem umfram er þegar í stað. Ef þú ferð

fram yfir á kortinu höfum við rétt á að stöðva allar fyrirliggjandi færslur eða eftirfarandi færslur.

3.13. Samningur þessi veitir þér ekki réttindi varðandi greiðslukerfi, samstarfsaðilum þess eða þriðja aðila.

3.14. Til að stofna iKort þarf umsækjandi að vera orðinn 18 ára

 

 1. Takmarkanir á þjónustu og millifærslur innan Evrópska efnahagssvæðisins (e. SEPA Transfer Payment (STP)

4.1. Viðskipti á einstökum kortum og reikningum geta verið takmörkuð miðað við ákveðna notkun og áhættuþætti. Vegna aðstæðna sem varða peningaþvætti og svik áskiljum við okkur rétt til að breyta tilteknum greiðslumörkum (þ.m.t. frá þeim sem hér koma fram) án fyrirvara og að því marki sem nauðsynlegt er til að uppfylla reglur.

4.2. Einföld áreiðanleikakönnun getur haft í för með sér takmörkun við innlenda hraðbanka notkun, hámarkshleðslu og árleg úttektarmörk. Þessar takmarkanir geta verið háðar reglum settum af yfirvöldum

4.3. Þegar þú sendir greiðslur inn á reikning okkar erlendis frá mælum við með því að þú notir IBAN númer okkar sem kemur fram á https://www.ikort.is/hvernig-a-ad-hlada-ikortid/

Mikilvægt er að þú skráir síðustu 6 stafina í kortanúmerinu sem skýringu. Við berum ekki ábyrgð á hugsanlega töfum vegna rangrar eða ófullnægjandi skráningar og greiðslufyrirmæla.

4.4. Við berum ekki ábyrgð á greiðsluferlinu eða gjöldum sem tengjast banka og öðrum milliliðum sem koma að millifærslu greiðslu frá þér til okkar. Öll gjöld sem greidd eru vegna millifærslunnar verða dregin frá fjárhæðinni sem lögð er inn á iKortið þitt.

4.5. Þú ert ábyrgur fyrir að skrá og og staðfesta greiðsluupplýsingar og skoða gjaldskrá áður en þú sendir greiðslufyrirmæli til okkar.

4.6. iKort mun hlaða erlendar innborganir á reikninginn þinn eftir því sem þær berast að minnsta kosti einu sinni á dag og fyrir lok viðskiptadags.

4.7. Rafrænum veskisreikningum sem er úthlutað til fyrirtækja eru háð áreiðanleikakönnun og samþykki. Hleðslu er hlaðið sjálfkrafa inn á rafrænan veskisreikning.

4.8. PFS áskilur sér rétt til að loka veskisreikningsþjónustunni vegna misnotkunar.

4.9. Fyrirtæki sem eru okkar samstarfsaðilar eru ábyrg fyrir að senda okkur nauðsynlegar upplýsingar um uppruna fjármuna þannig að við getum fullnægt kröfum eftirlistsaðila.

4.10. Ekki er hægt að breyta PIN númerum iKorta.

4.11. Heimilt er að nota iKortið við gerð boðgreiðslusamninga. Þú berð ábyrgð á að nægilegir fjármunir séu til staðar á iKortinu.

4.12. Þú þarft að greiða höfnunargjald ef næg inneign er ekki til staðar til að standa straum af boðgreiðslum.

4.13. Þú berð ábyrgð á því að segja upp boðgreiðslusamningum án milligöngu okkar. PFS og iKort geta ekki framkvæmt uppsögn fyrir þína hönd né tekið ábyrgð á tjóni vegna þess að greiðslur berast of seint eða ef þeim er hafnað.

 1. 5. Notkun þjónustunnar

5.1. Þú getur fengið aðgang að reikningsupplýsingunum þínum með því að skrá þig inn á reikninginn þinn á heimasíðu okkar. Hér er hægt að skoða upplýsingar um viðskipti þín. Þessar upplýsingar eru aðgengilegar hvenær sem er og geta verið geymdar og afritaðar eftir þörfum.

5.2. Þú getur notað rafeyrisþjónustuna fyrir viðskipti hjá söluaðilum eða á netinu allt að fjárhæð inneignar á iKortin. Ef inneign er ekki nægjanlegt til að greiða fyrir viðskiptin, munu sumir kaupmenn ekki leyfa þér að sameina hlutagreiðslu af iKorti með öðrum greiðsluaðferðum.

5.3. Verðmæti allra viðskipta og fjárhæð allra gjalda eða sem þú greiðir samkvæmt þessum samningi verða dregin frá inneign þinni.

5.4. Þegar færsla hefur verið samþykkt getur þú ekki afturkallað hana eftir þann tíma sem hún barst okkur. Viðskiptin eru talin hafa borist af okkur á þeim tíma sem þú heimilar viðskiptin sem hér segir:

 1. fyrir kaup og hraðbankaviðskipti, á þeim tíma sem við fáum millifærslukröfu frá færsluhirði söluaðila eða rekstraraðila hraðbanka, og
 2. fyrir aðrar færslur sem eru sendar beint til okkar á þeim tíma sem þú biður okkur um að ljúka viðskiptunum.

 

5.5. Ef samkomulag milli okkar og þín er gert um afturköllun færslu er okkur heimilt að innheimta þjónustugjald.

5.6. Við tryggjum að færslur innan EES sé greiddar til færsluhirðis söluaðila innan þriggja virkra daga. Ef færsluhirðir söluaðila er utan EES, munum við sjá um uppgjör færslunnar eins fljótt og auðið er.

5.7. Til að vernda þig og okkur gegn svikum munu söluaðilar leita rafrænnar heimildar áður en greiðslan er samþykkt. Ef söluaðili fær ekki rafræna heimild fyrir færslunni er hugsanlegt að hann geti ekki framkvæmt færsluna.

5.8. Við höfum heimild til að hafna notkun rafeyrisþjónustunnar vegna atvika sem geta brotið gegn þessum skilmálum eða ef við höfum ástæðu til að ætla að þú eða þriðji aðili hafi framið eða ætli að fremja svik eða önnur ólöglega eða óheimila notkun rafeyriskerfisins.

5.9. Aðgengi þitt til að nota eða fá aðgang að rafeyrisþjónustunni getur stundum verið rofin, til dæmis ef við þurfum að framkvæma viðhald á kerfum okkar. Vinsamlegast hafðu samband við okkur t.d. með því að senda póst á info@ikort.is  til að tilkynna um vandamál sem þú lendir í við að nota kortið þitt eða reikninginn. Við munum leitast við að leysa vandamál sem upp koma eins fljótt og auðið er.

 

 

 

Þessi hluti (6) gildir einungis um korthafa sem nota þriðja aðila, PISP eða AISP, í samræmi við PSD2

 1. Aðgangur þriðja aðila

6.1. Þú getur veitt þriðja aðila leyfi (PISP eða AISP) til að opna reikninginn þinn á netinu til að greiða eða fá upplýsingar um sölu eða viðskipti á kortinu og / eða reikningi þínum.

6.2. PISP-númerin og / eða AISP-númerin skulu vera skráð og viðurkennd á viðeigandi hátt í samræmi við PSD2. Þú ættir að hafa samband við eftirlitsyfirvöld viðkomandi lands áður en þú veitir samþykki þitt.

6.3. Samþykki sem þú gefur þriðja aðila er samkomulag milli þín og þess aðila, við berum enga ábyrgð á neinn hátt vegna slíkra samninga.

6.4. Áður en þú veitir samþykki þitt ættir þú að fullvissa þig um hversu víðtækan aðgang þú samþykkir, hvernig það verður notað og hver getur fengið því framvísað.

6.5. Þú ættir að gera þér grein fyrir hvaða réttindi eru til að afturkalla samþykki aðgangs frá þriðja aðila og hvaða ferli þeir hafa sett upp til að loka aðgangi.

6.6. Að því marki sem heimilt er samkvæmt lögum eða reglugerðum og með fyrirvara um rétt til endurgreiðslu sem þú getur átt samkvæmt þessum samningi, milli þín og okkar, erum við ekki ábyrg fyrir neinum aðgerðum sem viðkomandi þriðji aðili framkvæmir í tengslum við að fresta eða hætta notkun þeirrar þjónustu eða vegna tjóns sem það leiðir til. Við erum einnig ekki ábyrg fyrir, eða aðili að, samningssambandi sem þú kemst í við viðkomandi þriðja aðila. Þú ættir að ganga úr skugga um að þú lesir og uppfyllir slíkan samning eða aðrar viðeigandi reglur og athugaðu að þessi samningur milli okkar mun áfram vera í gildi, þ.m.t. ákvæði um þjónustu og gjaldtöku.

6.7. Ef við á getum við hafnað aðgangi að reikningnum þínum fyrir þriðja aðila ef við telum hættu vera á peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka, svikum eða annari glæpastarfsemi. Ef við þurfum að fara í aðgerðir sem þessar og í tilfellum þar sem það er hægt munum við upplýsa um ástæður nema okkur sé það ekki heimilt samkvæmt lögum eða af öryggisástæðum.

 

 1. Notkunarskilyrði hjá einstökum söluaðilum

7.1. Í sumum tilvikum gætum við eða sumir söluaðilar t.d. veitingastaðir erlendis, fengið fyrirfram heimild fyrir alltað 15% hærri upphæð en endanlegur reikningurinn segir til um.

7.2. Í sumum tilfellum geta söluaðilar krafist staðfestingar á inneign þinni og tekið fjárhæðina til tryggingar fyrir endanlegu uppgjöri viðskiptanna. Dæmi um þetta eru sumar bílaleigur. Ef þú heimilar söluaðila að taka fjármuni fyrirfram til tryggingar á uppgjöri getur tekið allt að 30 daga að fá fjárhæðina lausa til ráðstöfunar á reikningi þínum. Til að flýta fyrir endurgreiðslu getur þú sent okkur afrit af fullnaðarkvittun og við sendum hana síðan áfram á PFS og óskum eftir því að fjárhæðin verði til ráðstöfunar.

7.3. Ekki ert hægt að nota kortið á sjálfsagreiðsludælum olíufélaganna en það er hægt að fara inn að greiða fyrir bensínið. Undantekning frá þessu er að hægt er að nota kortið á sjálfsafgreiðsludælum Costco en þá þarf innistæða að vera að lágmarki 15.000 kr, mismunur á heimild og fjárhæðinni sem verslað er fyrir leiðréttist sjálfkrafa inn á kortið um 2-3 dögum síðar.

7.4. Sumir söluaðilar geta ekki framkvæmt greiðslu með rafeyrisþjónustu okkar, t.d. þegar nettengingu vantar í posa (t.d. um borð í flugvélum). Það er á þína ábyrgð að athuga hvernig þessu er háttað hjá einstökum söluaðilum. Við tökum enga ábyrgð ef seljandi neitar að taka við greiðslu með rafeyrisþjónustu okkar.

7.5. Ef upp kemur ágreiningur milli þín og söluaðila, að því tilskildu að þú getir fullvissað okkur um að þú hafir gert allt til að leysa deiluna við viðkomandi aðila, munum við reyna að aðstoða þig eins og hægt er. Við höfum heimild til að skuldfæra endurgreiðslugjald á reikning þinn vegna endugreiðslu sem ágreiningur er um skv. gjaldskrá. Ef um er að ræða óleysanlegan ágreining við söluaðila við aðstæður þar sem kortið hefur verið notað í viðskiptum ert þú ábyrgur fyrir viðskiptunum og verður að leysa ágreining beint við viðkomandi söluaðila.

 1. Meðferð og öryggisatriði

8.1. Þú ert ábyrgur fyrir iKortinu þínu, notandanafni, PIN-númer og lykilorði reiknings. Þú skalt ekki deila upplýsingum um iKortið eða reikning þinn með öðrum.

8.2. Þú verður að varðveita aðgangsorðið þitt, PIN númer, notandanafn og lykilorð, hafa það aðskilið frá iKortinu þínu eða einhverri skrá yfir kortanúmerið þitt og ekki birta það fyrir neinum öðrum. Þetta felur í sér:

 1. leggðu PIN-númerið þitt á minnið um leið og þú færð það og eyðileggið póstinn eða aðrar samskiptaleiðir sem notaðar eru til að senda það til þín;
 2. skrifaðu aldrei PIN-númerið þitt á iKortið eða á nokkuð sem er í nágrenni við iKortið;

iii. Haltu PIN- númerinu ávallt leyndu. Ekki nota PIN númerið þitt ef einhver annar er að horfa á;

 1. Ekki upplýsa neinn um PIN-númerið þitt.

8.3. Notandi persónugerðs iKorts verður að undirrita nafn sitt á bakhlið kortsins strax við móttöku.

8.4. Ef þú gleymir PIN-númerinu þínu, þá getur þú sent SMS í númerið 00354 611 2000. Þú slærð inn PIN síðan bil og síðustu 8 stafi iKortsins. (Dæmi: PIN 12345678)

8.5. Aðeins þú mátt nota rafeyrisþjónustuna.

8.6. Þú mátt ekki gefa iKortið eða leyfa öðrum að nota rafeyrisþjónustuna. Þú verður að geyma iKortið á öruggum stað.

8.7. Ef þú uppfyllir ekki ákvæði 8.2 getur það haft áhrif á möguleika þína til að fá bætt tjón ef við getum sýnt fram á að þú hefur af ásettu ráði ekki náð að halda upplýsingunum öruggum eða þú hefur ekki upplýst okkur tímanlega eða á annan hátt sýnt grófa vanrækslu. Við allar aðrar aðstæður er hámarksábyrgð þín vegna tjóns eins og fram kemur í grein 15.

8.8. Ef þú telur ástæðu til að ætla að einhver annar hafi öðlast upplýsingar um reikning þinn eða iKortið þitt skaltu stax hafa samband við okkur.

8,9. Þegar iKortið þitt eða reikningurinn þinn er útrunninn eða ef iKortið finnst eftir að þú hefur tilkynnt það sem tapað eða stolið, verður þú að eyða iKortinu þínu með því að klippa það í tvennt gegnum segulröndina og örgjörvann.

 1. Staðfesting á einstaklingi

9.1. Ef þú verslar á netinu óska sumar vefsíður eftir því að þú sláir inn nafn og heimilisfang. Í tilvikum sem þessum átt þú að slá inn nýjusta heimilisfangið sem hefur verið skráð í kortakerfið. Við notum einnig heimilisfangið sem skráð er í kortakerfið vegna póstsendinga.

9.2. Þú verður að tilkynna okkur innan 7 daga breytingar á heimilisfangi eða öðrum atriðum sem skráð eru í kortakerfið. Þú getur tilkynnt okkur þessar breytingar með því að hafa samband við þjónustusíma okkar eða senda póst á info@ikort.is. Við gætum þurft að staðfesta slíka tilkynningu skriflega. Þú ert ábyrgur fyrir hugsanlegu tjóni sem leiðir af því að ekki hafi verið tilkynnt um slíka breytingu. Við þurfum að staðfesta nýtt heimilisfang þitt og þurfum að biðja um viðeigandi gögn frá þér.

9.3. Við áskiljum okkur rétt hvenær sem er til að fullvissa okkur um auðkenni þitt og heimilisfang (til dæmis með því að biðja um viðeigandi frumrit) ásamt því að koma í veg fyrir svik og/eða peningaþvætti. Við móttöku umsóknar þinnar og í framtíðinni samþykkir þú að leyfa okkur að framkvæma rafrænar sannprófanir á auðkenni þínu beint eða fyrir milligöngu þriðja aðila.

9.4. iKortin eru gefin út í samræmi við reglur og skilyrði. Yfirlit yfir notkunarheimildir iKortsins er að finna á heimasíðu okkar.

 1. Lokun á iKorti:

10.1. Ef þú ert iKorthafi og vilt loka kortinu þarft þú að senda okkur tölvupóst frá því tölvupóstfangi sem þú hefur skráð hjá okkur og er tengt við iKortið þitt. Þjónustuver okkar mun þá loka á frekari notkun kortsins.

10.2. Þú kannt að vera beðinn um gögn eða upplýsingar til að auðkenna þig til að við getum lokað iKortinu og greitt út inneign þína.

Þegar okkur hafa borist nauðsynlegar upplýsingar frá þér (þar með talið gögn um áreiðanleika) og öllum færslum hefur verið lokið og viðeigandi gjöld hafa

verið greidd munum við endurgreiða þér það sem eftir er á rafeyrisreikningi

þínum að frádregnum þeim gjöldum sem þér ber að greiða, að því tilskyldu

að:

i: þú hafir ekki sýnt af þér sviksamlega hegðun eða stórfellt gáleysi, eða

hagað þér þannig að grunur leiki á um slíka sviksamlega hegðun eða

stórfellt gáleysi; og

ii: Okkur beri ekki að halda eftir fjármunum þínum samkvæmt fyrirmælum

laga eða reglugerða, eða að fyrirmælum lögreglu, úrskurðar dómstóls

eða annars yfirvalds.

10.3. Þegar rafeyrisreikningi þínum hefur verið lokað er þér skylt að eyðileggja

iKortið þitt.

10.4. Ef fram koma eftir að við höfum endurgreitt þér inneignina á kortinu frekari endurgreiðslur eða útgjöld sem stofnað er til með því að nota iKortið eða  endurgreiðslur vegna fyrri viðskipta, munum við tilkynna þér um fjárhæðina og þú þarft síðan strax að endurgreiða okkur skuld þína.

 

 1. Réttur til að hætta við

Þú hefur rétt til að falla frá þessum samningi þegar eftirtalin skilyrði eiga við:

11.1 Ef þú ert með iKort gefið út á þig sem einstakling hefur þú 14 daga frá því

að umsókn þín um iKort er samþykkt til að falla frá samningi. Í því tilviki

endurgreiðum við þér inneign þína að frádregnum kostnaði skv. gjaldskrá.

Þú verður að hafa samband við okkur innan þessa 14 daga frests og tilkynna okkur að þú viljir afturkalla samningin og þú mátt ekki nota greiðsluþjónustuna á þessum tíma. Við munum þá loka á viðskiptin og endurgreiða inneign þá sem er til ráðstöfunar á reikningnum. Hins vegar áskiljum við okkur rétt til að halda þeim fjármunum sem eru til ráðstöfunarí allt að 30 virka daga frá móttöku uppsagnar til að tryggja að upplýsingar um öll viðskipti hafi borist okkur.

11.2. Eftir þessa 14 daga getur þú aðeins sagt upp samningnum eins og lýst er í 10. grein hér að framan.

 

 1. Gildistími iKortsins og endurgreiðslur á inneign þinni:

12.1. Á iKortið er prentaður gildistími kortsins. Þú getur ekki notað kortið eftir að gildistími þess er runninn út. Í þessu tilviki getur þú sótt um að fá nýtt iKort eða endurgreiðslu inneignar þinnar í samræmi við ákvæði þessara skilmála.

12.2. Gildistími iKorts kemur fram á kortinu. Þegar kortið er runnið úr gildi er ekki lengur hægt að nota það. Þá er frá sama tíma runninn út samningur um

rafeyrisþjónustu nema þú hafir áður sótt um og við gefið út nýtt iKort, sbr. lið 13.4 eða við höfum samþykkt að veita þér áframhaldandi þjónustu.

12.3. Þér er óheimilt að nota iKortið eftir að gildistíminn er útrunninn.

12.4. Ef iKortið þitt rennur úr gildi áður en inneign þín er fullnýtt þá getur þú haft sambandi við þjónustuver og óskað eftir nýju iKorti. Það getur tekið allt að tvær vikur að gefa út nýtt iKort. Við útgáfu á nýju korti er greitt gjald samkvæmt gjaldskrá.

12.5. Eftir að iKortið er runnið úr gildi er inneign þín tiltæk til endurgreiðslu ef þú hefur samband við okkur innan tuttugu ára. Ef þú óskar ekki eftir endurgreiðslu innan tuttugu ára frá því að iKortið rennur út þá fyrnist krafa og inneign verður ekki endurgreidd. Okkur ber að vekja athygli þína á því þegar inneignin er að fyrnast.

12.6. Ef þú óskar endurgreiðslu innan tólf mánaða frá því að iKortið rennur úr gildi þarft þú ekki að greiða gjald vegna endurgreiðslunnar. Ef þú óskar eftir endurgreiðslu tólf mánuðum eftir að gildistími er útrunninn og reikningnum hefur ekki verið lokað áskiljum við okkur rétt til að innheimta gjald vegna lokunar skv. gjaldskrá.

12.7. Við áskiljum okkur rétt til að gefa út nýtt iKort áður en gildistíma lýkur jafnvel þótt þú hafir ekki óskað þess. Ef við gerum það á töluliður 9.4 ekki við. Ef þú hefur ekki óskað eftir að fá útgefið nýtt iKort þá er ekki innheimt sérstakt gjald vegna útgáfu nýja kortsins.

12.8. Við höfum rétt á að halda eftir af inneign þinni á kortinu og skuldajafna vegna skuldbindinga og gjalda sem ekki hafa verið greidd á gjalddaga.

12.9. Við höfum algeran rétt til að loka reikningnum þínum og senda innheimtukröfu um endurgreiðslu ef reikningurinn þinn er í neikvæðri stöðu í meira en 60 daga. Ef endurgreiðslan okkar tekst, þá er aðeins heimilt að nota inneign til að gera upp skuldina og reikningurinn þinn verður áfram lokaður.

 

 1. Uppsögn á þjónustu

13.1 Við megum loka kortinu þínu með tveggja mánaða fyrirvara.

13.2 Kortaþjónustunni verður lokað eftir að gildistími kortsins rennur út, sjá lið 12.2.

13.3 Við getum sagt upp kortaþjónustunni hvenær sem er án fyrirvara ef nauðsyn krefur:

i: Ef um galla eða eða bilun í kerfinu er að ræða

ii: Ef grunur liggur á um brot á skilmálum þessum

iii: Ef staða á kortinu er í hættu á að vera misnotkuð í svindli

iv: Ef grunur er á að okkur hafi verið gefnar rangar upplýsingar um korthafa

v: Að beiðni lögregluyfirvalda eða ríkisvalds.

13.4 Ef einhverjar færslur hafa verið gerðar á kortinu eftir að til einhverrar ofangreindarar aðgerðar hefur verið gripið til verður þú að greiða okkur þann kostnað.

 

 1. Stolin og glötuð kort

14.1. Þú ert ábyrgur fyrir að gæta inneignar þinnar eins og reiðufé.

14.2. Þú ættir að meðhöndla inneign þína á iKortinu eins og peninga í veskinu þínu og gæta þess á sama hátt. Ef þú tapar iKortinu eða því er stolið getur þú ekki endurheimt kortainneign þína á sama hátt og þú getur venjulega, ekki er hægt að endurheimta peninga sem þú tapar eða sem er stolið af þér.

14.3. Ef kortið þitt glatast, því er stolið eða ef þú heldur að einhver sé að nota greiðsluþjónustuna án þíns leyfis eða ef kortið þitt er skemmt eða bilað:

 1. þú verður að hafa samband við okkur eins fljótt og auðið er og þú verður að gefa okkur upplýsingar um reikninginn þinn eða kortanúmerið og annað hvort notendanafnið þitt og lykilorðið eða aðrar auðkennisupplýsingar sem eru fullnægjandi þannig að við getum verið viss um að við séum að tala við þig; og
 2. Að því gefnu að við höfum fengið samþykki þitt til að loka reikningnum munum við stofna nýtt iKort og hlaða reikning þinn með sömu fjárhæð og var til ráðstöfunar.

14.4. Þú berð ábyrgð á að hámarki fyrstu ISK 7.500 (50 € / 35 £ ) af tjóni sem stafar af óviðkomandi viðskiptum sem eiga sér stað áður en þú tilkynnir okkur um glatað kort eða þjófnað. Ef athuganir okkar sýna að umdeild viðskipti hafi verið heimiluð af þér, eða þú hafir á sviksamlegan hátt eða sýnt verulega vanrækslu (til dæmis með því að halda ekki iKortinu aðskyldu frá PIN-númerinu), höfum við heimild til að bakfæra endurgreiðsluna og þú gerður ábyrgur fyrir tjóninu. Þú verður ekki ábyrgur fyrir tjóni þegar þú hefur tilkynnt okkur um tjónið eða þjófnað innan 13 mánaða frá viðskiptadagsetningu eða ef við ákvörðum að þú hafir brugðist í samræmi við ákvæði 15.1.ii. – Í því tilviki berð þú ábyrgð á öllu tjóni.

14,5. Þegar við höfum móttekið tilkynngu um glatað eða stolið iKort munum við loka á frekari viðskipti eins fljótt og unnt er til að takmarka frekara tap. Við getum aðeins gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir óleyfilega notkun rafeyrisþjónustunnar ef þú getur veitt okkur fullnægjandi upplýsingar um reikning þinn eða kortanúmerið, notandanafnið og lykilorðið eða ef þú getur á annan sannanlegan hátt veitt okkur upplýsingar til að bera kennsl á þig og viðkomandi reikning.

14.6. Endurútgefið kort verður sent á það heimilisfang sem skráð er í kortakerfinu. Ef ekki er gefið upp rétt heimilisfang áskiljum við okkur rétt á að taka gjald vegna endurútgáfu.

14.7. Ef þú finnur kortið síðar verður þú að eyða því strax með því að klippa það í tvennt þar sem segulröndin og örgjörvinn er.

14.8. Þú samþykkir að aðstoða okkur, umboðsmenn okkar, eftirlitsyfirvöld og lögreglu ef kortið þitt er glatað, því stolið eða ef  þig grunar að rafeyrisþjónustan sé misnotuð.

 1. Ábyrgð okkar

15.1. Með fyrirvara um ákvæði 15.4;

 1. Aðilar þessa samnings bera ekki ábyrgð gagnvart hvor öðrum vegna óbeins tjóns eða afleiðinga tjóns (þ.m.t. án takmarkana taps á viðskiptum, hagnaði eða tekjum) sem stofnað er til í tengslum við þennan samning, hvort sem þær koma fram í samningi, skaðabótarétti (þ.m.t. vanrækslu), brot á lögbundinni skyldu eða á annan hátt;
 2. við berum ekki ábyrgð:
 3. ef þú getur ekki notað rafeyrisþjónustuna eins og fram kemur eða af einhverjum ástæðum sem eru tilgreindar í grein 4 og 10;
 4. fyrir einhverja vanrækslu eða bilun sem er umfram þess sem má vænta að eðlilegs og sanngjarns eftirlits af okkar hálfu varðandi notkun rafeyrisjónustunnar, þ.m.t. en ekki takmarkað við, skort á inneign til ráðstöfunar eða vegna bilunar í greiðslu- og vinnslukerfum;
 5. fyrir tap, eða bilun varðandi notkun þriðja aðila, eins og fram kemur í liðum 6.3, 6.6 og 6.7 í þessum samningi,
 6. Ef söluaðili neitar að samþykkja færslu eða fellir niður færsluheimild eða synjar fyrirfram heimild;
 7. fyrir vörur eða þjónustu sem keypt eru með iKortinu þínu;
 8. fyrir tap, svik eða þjófnað sem þú upplýsir um meira en 8 vikum eftir atburðinn;
 9. þar sem þú sýndir af þér:

15.1.ii.7.1. óþarfa töf

15.1.ii.7.2. sviksemi; eða

15.1.ii.7.3. Með grófri vanrækslu. (þar á meðal vegna tjóns sem stafar af því að þú hefur ekki tilkynnt réttar persónuupplýsingar)

15.2. Eins og heimilt er samkvæmt gildandi lögum og með fyrirvara um ákvæði 14.4 skal heildarskuldbinding okkar samkvæmt eða vegna þessa samnings takmarkast sem hér segir:

 1. þar sem kortið þitt er gallað vegna vanefnda okkar, skal ábyrgð okkar takmarkast við að endurútgefa nýtt iKort eða, að eigin vali, endurgreiða þér þá inneign sem er til ráðstöfunar á kortareikningi þínum;
 2. þar sem fjárhæðir eru dregnar ranglega af okkur af inneign þinni til ráðstöfunar er okkar ábyrgð takmörkuð við að greiða þér jafnvirði til baka. og

iii. Við allar aðrar aðstæður vegna vanrækslu okkar er ábyrgð okkar takmörkuð við endurgreiðslu fjárhæðar sem er til ráðstöfunar.

15.3. Ekkert í þessum samningi skal útiloka eða takmarka ábyrgð samningsaðila vegna dauða eða slysa sem stafar af vanrækslu þessara aðila eða sviksamlega rangfærslna.

15.4. Hvorugur aðili skal bera ábyrgð á eða teljast brot á samningi þessum vegna hvers kyns tafa eða bilunar við framkvæma eins og krafist er samkvæmt þessum samningi vegna hvers kyns orsaka eða aðstæðna sem teljast óviðráðanlegar og samningsaðilinn getur ekki forðast með því sýna af sér eðlilega kostgæfni.

 

 1. 16. Endurgreiðslur

16.1. Viðskipti teljast óheimil ef þú hefur ekki gefið samþykki þitt fyrir þeim. Ef þú telur að viðskiptin hafi verið gerð án samþykkis þíns skalt þú hafa samband við okkur í samræmi við ákvæði 2.

16.2. Krafa um endurgreiðslu á samþykktum viðskiptum, þar sem heimild þín var ekki nákvæmlega tilgeind og fjárhæð viðskiptanna fór yfir þá fjárhæð sem þú gast reiknað með og umfang viðskiptanna fór yfir þá fjárhæð sem þú gast búist við með tilliti til fyrri útgjaldarmynsturs, samnings þessa og samningsins aðstæðna málsins, verða að vera gerðar innan 8 vikna frá þeim degi sem fjárhæðin var skuldfærð af inneign þinni. Innan 10 virkra daga frá því að fá krafan um endurgreiðslu berst okkur eða innan 10 virkra daga frá því að fá frekari upplýsingar frá þér berast okkur, verðum við annaðhvort að endurgreiða allan fjárhæð viðskiptanna eða upplýsa þig um rök okkar fyrir því að hafna endurgreiðslunni.

16.3. Ef þú ert ekki ánægður með rök okkar fyrir því að hafna endurgreiðslunni eða niðurstöðu okkar um endurgreiðslu, geturðu sent inn kvörtun til okkar eða haft samband við Neytendastofu eins og lýst er í 17. grein.

16.4. Ef við höfum vegna mistaka skuldfært reikning þinn, þá endurgreiðum við upphæðina. Ef við komumst að raun um að endurgreiðslan hafi verið dregin frá með réttmætum hætti, þá gætum við bakfært hana og tekið  gjaldið vegna þessa. Ef ráðstöfunarfjáræð er ekki næg á reikningi þínum til að mæta bakfærslunni þá þarft þú að endurgreiða okkur strax þá fjárhæð sem eftir stendur.

16.5. Ef einhver beiðni, færsla, umdeild færsla, gerðardómur eða afturkölluð viðskipti fela í sér kostnað vegna þriðja aðila, þá ert þú ábyrgur fyrir þeim og verða þær skuldfærðar af reikningi þínum eða á annan hátt gjaldfærðar.

 1. Ágreiningsmál

17.1. Markmið okkar er að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu. Ef við uppfyllum ekki væntingar þínar á einhvern hátt, viljum við fá tækifæri til að bæta úr því.

17.2. Ef þú hefur ábendingar eða kvartanir viljum við benda þér á að hafa semband við okkur í síma 572 2000 eða með því að senda tölvupóst á info@ikort.is. Starfsmenn okkar mun gera sitt besta til að leysa málin tafarlaust og af sanngirni. Við metum öll tækifæri til að skoða hvernig við getum bætt okkur og staðið undir væntingum viðskiptavina okkar.

17.3. Ef þú hefur fengið svar frá starfsmönnum okkar og ert ónægður með niðurstöðuna, vinsamlegast hafðu samband við kvörtunardeild Prepaid Financial Services Ltd., 5. hæð, Langham House, 302-308 Regent Street, London, W1B 3AT skriflega eða með tölvupósti á netfangið; complaints@prepaidfinancialservices.com.

17.4. Þegar tilkynningin hefur borist, mun kvörtunardeildin rannsaka erindið og senda þér svar með niðurstöðum sínum innan 15 daga frá því að kvörtunin berst. Við sérstakar aðstæður þar sem við getum ekki svarað innan 15 daga munum við svara þér að upplýsa um ástæðuna fyrir töfinni og um frest til að svara ekki seinna en 35 dögum eftir að fyrsta kvörtum berst okkur.

17.5. Ef kvörtunardeildin getur ekki leyst kvörtun þína og þú ert enn óánægður getur þú hafa samband við fjármálaþjónustu breska ríkisins í South Key Plaza, 183 Marsh Wall, London, E14 9SR. Upplýsingar um þjónustuna sem veitt er af Umboðsmanni þjónustunnar eru fáanlegar á http://www.financialombudsman.org.uk/consumer/complaints.htm eða að öðrum kosti er hægt að leggja fram kvörtun þína í þínu landi þar sem þú ert aðili að málsmeðferð við lausn á netinu á https : //ec.europa.eu/consumers/odr/main/index.cfm? event = main.home.show & lng = EN

Á Íslandi er hægt að hafa samband við Neytendastofu.

17.6. Þú verður að veita okkur allar kvittanir og upplýsingar sem eiga við um kröfu þína.

 

 1. Persónuupplýsingar

18.1. Við erum gagnaverndaraðili fyrir persónuupplýsingar þínar og við munum uppfylla skuldbindingar okkar samkvæmt löggjöf varðandi persónugögn og þær upplýsingar sem við höfum í tengslum við reikninginn þinn til að veita þér þjónustu sem tengist reikningnum og þessum samningi.

18.2. Við gætum athugað persónuupplýsingar þínar hjá öðrum stofnunum og fengið frekari upplýsingar um þig til að staðfesta auðkenni þitt og uppfylla viðeigandi reglur um peningaþvætti og aðrar reglugerðir. Skrá yfir fyrirspurnir okkar verður geymd í þinni skrá. Í samræmi við gildandi löggjöf getum við veitt persónuupplýsingar frá þér, til tiltekinna þriðja aðila (þ.m.t. gagnasendingar) í því skyni að sinna skyldum okkar og nýta réttindi okkar samkvæmt þessum samningi, þ.m.t. við þriðja aðila utan Evrópusambandsins þar sem mismunandi lög um verndun gagna kunna að eiga við. Við getum einnig afhent persónuupplýsingar þínar eins og krafist er samkvæmt lögum eða lögbæru yfirvaldi.

18.3. Með því að samþykkja þessa skilmála samþykkir þú og heimilar vinnslu persónuupplýsinga með þessum hætti.

18.4. Þú samþykkir einnig persónuverndarstefnu okkar (e. Privacy Policy) og viðurkennir og samþykkir ákvæði hennar (eins og þær kunna að breytast frá einum tíma til annars).

18.5. Þú hefur rétt til að fá tilteknar upplýsingar um persónugögn sem við höfum um þig og að leiðrétta slíkar upplýsingar ef þær eru ónákvæmar eða ófullnægjandi.

18.6. Ef þú hefur kosið að taka þátt í að fá tölvupóst og SMS í tengslum við markaðssetningu vöru eða þjónustu getum við deilt upplýsingum varðandi þig til þriðja aðila, svo þeir geti haft samband við þig beint í síma eða tölvupósti um vörur sínar og þjónustu. Samþykki í þessu skyni verður óskað við umsókn. Þú hefur rétt á að hætta við hvenær sem er með því að hafa samband við okkur á info@ikort.is

 

 1. Breytingar á viðskiptaskilmálunum:

Við getum uppfært eða gert breytingar á þessum viðskiptaskilmálum (þar með talið á gjaldskrá fyrir gjöld og þóknanir). Slíkar breytingar verða tilkynntar með tölvupósti og á vefsíðu okkar www.ikort.is að minnsta kosti 2 mánuðum fyrir gildistöku nýrra skilmála. Með áframhaldandi notkun á iKortinu eftir þennan 2 mánaða fyrirvara telst þú hafa samþykkt nýju skilmálana. Tilkynning samkvæmt framansögðu um breytingu á viðskiptaskilmálum telst nægjanleg ef hún er send á það tölvupóstfang sem þú hefur látið okkur í té. Þú berð ábyrgð á því að tilkynna okkur um breytingu á tölvupóstfangi þínu svo að okkur sé unnt að senda þér tilkynningar um breytingar á skilmálum. Viljir þú ekki samþykkja nýja skilmála skaltu hætta notkun kortsins í samræmi við ákvæði 10. greinar skilmála þessara um að hætta með kortið.

 

 1. Ýmislegt

20.1. Við getum úthlutað réttindum okkar, hagsmunum eða skuldbindingum samkvæmt þessum samningi til þriðja aðila (þ.m.t. með samruna, samstæðu eða kaupum á öllu eða verulegum hlulta á starfsemi okkar og eignum sem tengjast samningnum) með skriflegri tilkynningu með tveggja mánaða fyrirvara. Aðgerð sem þessi hefur ekki neikvæð áhrif á réttindi þín eða skyldur samkvæmt þessum samningi.

20.2. Við ætlum ekki að einhverjum skilmálum þessa samnings verði fullnustuhæfur af einstaklingi sem ekki er aðili að því, nema að kortakerfið  og samstarfsaðilar þeirra geti framfylgt réttinum sem honum er veittur samkvæmt þessum samningi.

20.3. Sérhver undanþága eða sérleyfi sem við veitum þér, hefur ekki áhrif á réttindi okkar og skyldur þínar samkvæmt þessum samningi.

20.4. Þú samþykkir að þú munir ekki nota rafeyrisþjónustuna á ólöglegan hátt og þú samþykkir að vera skaðabótaskyldur gegn kröfum eða gerðum sem orsakast af slíkri ólöglegri notkun á rafeyrisþjónustunni.

20.5. Þessi samningur og skjölin sem um getur í henni eru öll samkomulag og skilningur aðila og kemur í stað fyrri samnings.

 

 1. Vernd fjármuna þinna

Öll inneign þín er aðgreind frá reikningum okkar, þannig að inneign þín er tryggð með lögum. Ef við verðum gjaldþrota er inneign þín vernduð gegn kröfum sem gerðar eru af kröfuhöfum okkar.

 

 1. Úrlausn deilumála, varnarþing og tungumál:

Ef þú ert einstaklingur sem ert korthafi og notkun kortsins er ekki í þágu atvinnurekstrar þá er þér heimilt að bera ágreining þinn við PFS vegna þessa samnings undir dómstóla á Íslandi á þeim stað þar sem þér er heimilt að sækja mál samkvæmt lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þér er einnig heimilt að sækja mál þitt fyrir dómstólum í Englandi og Wales. Ef þú ert lögaðili er þér heimilt að bera ágreining þinn við PFS undir dómstóla í Englandi og Wales. Viðskiptaskilmálar þessir eru gefnir út á íslensku og samskipti á milli viðskiptavina og iKorts fara fram á íslensku. iKort ehf. annast samskipti við viðskiptavini í samráði við PFS. iKort ehf. er undir eftirliti íslenskra stjórnvalda. Um ágreining við iKort ehf. fer samkvæmt íslenskum lögum. iKort ehf. er háð eftirliti stjórnvalda á Íslandi, þ.m.t. Neytendastofu. Ágreining við iKort má bera undir Héraðsdóm Reykjavíkur.